3. fundur

Jólafundur Etadeildar var haldinn að Neðstaleiti 6 í Rvk. þann 16 des. 2009 á heimili Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur.

Fundarkonur voru 22.
Formaður deildarinnar, Brynhildur Ragnarsdóttir, setti fundinn og kveikti á  kertum.

Stefanía bauð gesti velkomna og benti á að  dagskrá deildarinnar hefði verið til umræðu og þá einkum hvernig mætti efla kynni Etasystra. Ein þeirra tillagna sem komið  hefði fram væri sú að reyna að hafa fundina í  heimahúsum endrum og sinnum, þessi fundur væri framlag sitt til þess. Síðan voru bornar fram gómsætar veitingar.

Bergþóra Gísladóttir flutti hugvekju í anda jólanna sem voru handan við hornið. Gestir spjölluðu saman fram eftir kvöldi og voru konurnar sammála um að þarna hefði þeim gefist tækifæri til að  tala við óvenjumargar konur úr deildinni. Þetta var því  hið ánægjulegasta kvöld mitt í önnum aðventunnar.

 


Síðast uppfært 18. apr 2010