5.fundur

5. fundur Etadeildar starfsárið 2011–2012
 
Fimmti fundur Etadeildar var haldinn á Horninu þriðjudaginn 6. mars kl. 18:00–20:00
 
Mættar: Anna Magnea, Auður, Ágústa, Bryndís S., Brynhildur, Elísabet, Guðrún Hrefna, Kristín Helga, Magnea og Ósa.
 
Fundur settur og kveikt á kertum.
 
Formaður minnti á aðalfund sem haldinn verður 16. apríl n.k. og hvatti fundarkonur til að taka vel í beiðni um að setjast í formannssæti eða stjórn. Minnt var á vorþingið sem haldið verður 28. apríl í Þjóðmenningarhúsinu. Einnig var minnt á alþjóðaþingið í New York 23.-29. júlí. Þá var þess getið að Etadeild á 15 ára afmæli í vor og væntanlega yrði þess minnst með einhverjum hætti.
 
Aðalefni fundarins var frásögn Elísabetar Gunnarsdóttur og Rannveigar Jónsdóttur af þátttöku sinni í Rauðsokkahreyfingunni þar sem þær voru virkar um árabil. Margt áhugavert kom fram og margt rifjaðist upp frá þessum tíma. Konur sem voru virkar í Rauðsokkahreyfingunni urðu að láta ýmislegt yfir sig ganga og baráttan var ekki alltaf auðveld. Það voru sterk öfl í þjóðfélaginu sem ekki voru tilbúin að hlusta. Í haust kom út bókin Á rauðum sokkum þar sem nokkrar konur segja frá árunum sínum í hreyfingunni. Jafnframt því að segja frá, lásu þær stöllur upp valda kafla úr bókinni. 
Frásögn þeirra var í senn fræðandi og lifandi á eftir spunnust fjörugar umræður.
 
Fleira gerðist ekki.
 
Fundi slitið.

Síðast uppfært 14. maí 2017