- 8 stk.
- 29.04.2015
Etadeild hélt síðasta fund starfsársins 2014–2015 á Grand hótel við Sigtún. Gestur fundarins var Hulda Þórisdóttir doktor í félagslegri sálfræði og kennari við HÍ. Umræðuefnið var umræðuhefðin í samfélaginu og urðu áhugaverðar umræður eftir fyrirlesturinn.
Magnea Ingólfsdóttir flutti orð til umhugsunar.
Bryndís Guðmundsdóttir formaður þakkaði Huldu fyrir komuna með því að afhenda henni rauða rós.