Ný stjórn kjörin og nýjar konur teknar inn.
12.05.2008
Aðalfundur Etadeildar var haldinn 22. apríl í veitingastaðnum Thorvaldsen við Austurstræti. Anna Þóra Baldursdóttir forseti Landssambands Delta
Kappa Gamma heiðraði okkur með nærveru sinni.
Á fundinum var kjörin ný stjórn sem tekur við í sumar og situr til ársins 2010. Hana skipa: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir formaður,
Bryndís Sigurjónsdóttir, Inga Margrét Róbertsdóttir og Kirsten Friðriksdóttir.
Á fundinum var einnig inntökuathöfn í Etadeild. Voru þar teknar fjórar nýjar konur inn í deildina okkar. Þær eru: Anna Magnea Hreinsdóttir, Anna Lind Pétursdóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Þórunn Blöndal.
Fyrir hönd Etakvenna óska ég nýrri stjórn farsældar í starfi sínu í þágu deildarinnar næstu tvö ár. Og nýjar Etakonur býð ég hjartanlega velkomnar til leiks og óska þess af alhug að þær og við allar munum eiga saman margar góðar stundir og uppbyggilegrar samræður um menntamál og annað er til framfara horfir á komandi misserum.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
Formaður Etadeildar
Á fundinum var einnig inntökuathöfn í Etadeild. Voru þar teknar fjórar nýjar konur inn í deildina okkar. Þær eru: Anna Magnea Hreinsdóttir, Anna Lind Pétursdóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Þórunn Blöndal.
Fyrir hönd Etakvenna óska ég nýrri stjórn farsældar í starfi sínu í þágu deildarinnar næstu tvö ár. Og nýjar Etakonur býð ég hjartanlega velkomnar til leiks og óska þess af alhug að þær og við allar munum eiga saman margar góðar stundir og uppbyggilegrar samræður um menntamál og annað er til framfara horfir á komandi misserum.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
Formaður Etadeildar