Fundur í Norðlingaskóla 9. mars

Kæru Eta- og Gamma-systur! Næsti fundur Eta-deildar verður þriðjudaginn 9. mars í Norðlingaskóla.  Við bjóðum konunum í Gamma-deild til fundarins. Fundurinn hefst kl. 18 og verður slitið ekki síðar en kl. 21. Kl. 18 tekur Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla og Eta-systir, á móti okkur. Sophie Kofoed-Hansen flytur okkur orð til umhugsunar. Fyrir 1800 krónur fáum við

matarmikla súpu, brauð af ýmsu tagi, kaffi og konfekt.

Kl. 19 flytur Þuríður Jóhannsdóttur, lektor og doktorsnemi erindið Frávik frá því venjulega – Mótsagnir sem uppspretta breytinga í kennaranámi.  Í erindinu verður sagt frá hvernig greiningaraðferð Engeströms var notuð í rannsókn á námi og þróun kennaranema í fjarnámi við KHÍ á árunum 2003-2006 og hvernig það tengist þróun í skólunum þar sem þeir unnu og þróun náms og kennslu í fjarnáminu. Að erindi loknu verða umræður, annars vegar út frá erindinu og hins vegar um hugmyndir að tengslum milli deilda Delta Kappa Gamma, bæði innanlands og á milli landa. 

Þátttaka skráist hjá Þórunni Blöndal á thorunnb@hi.is sem fyrst og ekki síðar en mánudaginn 8. mars.
Við í undirbúningshópi vonum að sem flestar Eta- og Gamma-konur eigi saman gefandi stund næstkomandi þriðjudag.

             Með kærum kveðjum
Guðbjörg, Kristín, Margrét, Sif, Sophie og Þórunn.