Fimmti fundur í Etadeild, þriðjudagur 6. mars
29.02.2012
Kæru Etasystur
Fimmti fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012 verður haldinn á Horninu Hafnarstræti, í Galleríinu sem er hliðarsalur uppi,
þriðjudaginn 6.
mars 2012 kl.18:00 til 20:00.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Orð til umhugsunar
3. Tilkynningar og upplýsingar frá stjórn.
4. Elísabet Gunnarsdóttir og Rannveig Jónsdóttir ræða við okkur um þátttöku sína í Rauðsokkahreyfingunni.
Þær eru jafnframt meðhöfundar bókarinnar Á rauðum sokkum sem kom út fyrr í vetur. Það er tímabært að rifja upp
þessa sögu og hlutdeild þeirra hugrökku kvenna sem stóðu vaktina og gáfust ekki upp þrátt fyrir mótbyr.
5. Matarhlé. Við fáum sjávarréttasúpu Hornsins og brauð með og kaffi á eftir.
6. Framhald á umræðum um jafnréttismálin.
7. Fundi slitið.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eða forföll í síðasta lagi sunnudaginn 4. mars til Auðar: audurtorfa@gmail.com
Með kærri kveðju f.h. stjórnar
Auður