Fjórði fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012

Kæru Etasystur. Óska ykkur gleði og gæfu á nýju ári og þakka gott og gefandi samstarf á árinu sem var að líða. Nú blásum við til fundar og tökum fyrir efni sem engum er óviðkomandi: Nýjar námskrár, ný og metnaðarfull menntastefna sem öðrum þræði má líta á sem viðbrögð við þeim ógöngum sem þjóðin lenti í. Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar. Kær kveðja f.h. stjórnar Auður Fjórði fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012 verður haldinn á Loftleiðahótelinu, Þingsal 9 miðvikudaginn 1. febrúar 2012  kl.18:00 til 20:00.
Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Orð til umhugsunar: Ólöf Helga Þór.

3. Tilkynningar og upplýsingar frá stjórn.

4. Ný námskrá fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Sigurjón Mýrdal deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu gerir grein fyrir þeirri menntastefnu sem liggur að baki námskránni. Það er nýmæli í þessari námskrá að sett er fram sameiginleg menntastefna fyrir skólastigin þar sem áhersla er lögð á sex grunnþætti sem eiga að fléttast inn í allt skólastarf og endurspeglast í öllu námsgreinum: Læsi í víðasta skilningi; sjálfbærni; lýðræði og mannréttindi; jafnrétti; heilbrigði og velferð; sköpun. Hægt er að kynna sér almenna hluta aðalnámskrár á eftirfarandi slóð:
http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3953 Fyrstu þrír kaflarnir eru sameiginlegir í námskrám skólastiganna þriggja.

5. Matarhlé. Matur, kaffi og súkkulaði á kr. 3000

6. Umræður.

7. Fundi slitið.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eða forföll í síðasta lagi mánudaginn 30. janúar til Auðar: audurtorfa@gmail.com