Fundur fimmtudaginn 16. mars í Hannesarholti kl. 18-20

Ágætu Etakonur  ! 
 
Næsti fundur í Etadeild hefur verið færður til fimmtudags 16. mars og verður í Hannesarholti kl. 18 -20 ! 
 
Gestur fundarins verður Guðrún Ingólfsdóttir sem segir frá bók sinni um konur og bókmenntir til forna: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bók Guðrúnar hefur  m.a. verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og verðlauna Hagþenkis.  
 
Orð til umhugsunar verða hjá okkar konu, Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur. 
Fiskisúpa hússins verður fram borin á kr. 2450.
 
Að loknum fundi kl. 20:00 geta þær sem áhuga hafa hlýtt á "Heilsuspjall um heilahreysti" sem er á dagskrá kl. 20:00.
Nánari upplýsingar á vef Hannearholts.  
 
Vinsamlega tilkynnið þátttöku / forföll í netfang thorunnb@hi.is eða bryngu@simnet.is
 
Bestu kveðjur,
Bryndís - f.h. undirbúningshóps 4 -
Þórunn, Ragnheiður, Anna Magnea, Guðbjörg, Ingibjörg S, Tanya.