Fundur í Etadeild fimmtudaginn 26. janúar í Hannesarholti
21.01.2017
Kæru Etasystur
Okkur í undirbúningshópi er heiður að því að boða ykkur til fundar í Hannesarholti næstkomandi fimmtudag. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:30. Við ætlum að sitja saman yfir góðri fiskisúpu og spjalli.
Eyrún Ísfold ætlar að gleðja okkur með dulitlum harmónikuleik, sem verða hennar orð til umhugsunar. Síðan getum við farið niður í Hljóðberg, salinn fallega í Hannesarholti og hlustað á Einar Kárason segja sögur af munni fram. Þær sem það vilja geta setið lengur, eða haldið heim á leið strax að loknum fundi.
Kostnaður:
Fiskisúpa og brauð, kr. 2.450,-
Miði á Einar Kárason: 1.500,- (best að kaupa miðann fyrirfram á miði.is, sjá tengil hér fyrir neðan).
Ég bið þær sem ætla að mæta að senda mér tölvupóst (gudhre@gmail.com) með staðfestingu á komu sinni í síðasta lagi á mánudaginn.
Með bestu kveðju,
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
ásamt hópfélögunum Eyrúnu Ísfold, Ólöfu Helgu, Ragnhildi og Sigríði Heiðu