Næsti fundur áætlaður 19. mars kl. 18:00-20:30
02.03.2015
Sælar kæru Etasystur !
Takk fyrir góðan fund í FB. Þar nutum við gestrisni Guðrúnar Hrefnu í veitingum og aðstöðu og andanum lyftu
þær Margrét Friðriksdóttir með Velúr-ljóðum Þórdísar Gísladóttur og Auður Styrkársdóttir
með fróðleik um Kvennasögusafn, aðdraganda þess að íslenskar konur fengu kosningarétt og upplýsingum um viðburði sem efnt er til
í tilefni aldarfmælis kosningaréttarins.
Með hækkandi sól og betri tíð líður svo að næsta fundi, þeim fimmta á starfsárinu, sem
áætlaður er fimmtudaginn 19. mars kl. 18:00 - 20:30. Staðsetning tilkynnt síðar.
Fundurinn er í umsjá hóps 4 en hann skipa:Þórunn Blöndal, Auður Torfad., Brynhildur Anna, Ingibjörg Möller
og Sigríður Heiða. Sjá hlutverk hópa í viðhengi !
Ég minni á vorþingið 9. og 10. maí hér á höfuðborgarsvæðinu, auglýst innan skamms og hvet ykkur
til að fara inn á heimasíðu og fésbókarsíðu DKG.
Veffangið er: http://dkg.muna.is/eta/