Gleðilegt ár og þakka ykkur samstarf og samveru á liðnu ári.

Kæru Etasystur. Gleðilegt ár og þakka ykkur samstarf og samveru á liðnu ári.  Nú nálgast næsti fundur, en hann verður haldinn mánudaginn 4. febrúar kl. 18:00. Nánar verður sagt frá fundarefni og fundarstað innan tíðar, en spurst hefur að þetta verði fundur með léttu ívafi til að lyfta okkur upp úr vetrardimmunni! Það eru nokkur atriði sem mig langar að minna á. Það eru í boði alls konar styrkir sem vert er að gefa gaum. 1. febrúar ár hvert rennur út umsóknarfrestur um styrk sem DKG konum í meistara- eða doktorsnámi stendur til boða. Annars vegar $8000 til meistaranáms og hins vegar $10000 til doktorsnáms. Umsóknareyðublað með upplýsingum má finna á slóðinnihttps://mail.google.com/mail/?tab=wm#search/eyglob%40unak.is/13c407dba87a7028
Síðan er annar styrkur með umsóknarfrest 1. mars til íslenskra DKG kvenna sem stunda meistara- eða doktorsnám. Styrkurinn nær einnig til kynningar á slíkum verkefnum. Sjá slóð:
http://dkg.muna.is/is/moya/news/styrkur_ur_namsstyrkjasjodi_2013

Fleiri styrkir verða kynntir eftir því sem umsóknarfrestur nálgast.

Minnt er á tvö þing: Landssambandsþing 4.-5. maí á Hótel Heklu og verða allar nánari upplýsingar á vef sambandssins dkg.muna.is

Evrópuþing verður haldið í Amsterdam 8.-10. ágúst og verða allar upplýsingar komnar á landssambandsvefinn innan skamms. Gaman væri að fjölmenna þangað og kynnast annarri hlið á DKG en hinni amerísku.

Loks má minna á ritrýnda tímaritið sem er opinn vettvangur fyrir fræðikonur.

Sendi ykkur bestu kveðjur fyrir hönd stjórnar.
Auður