29.04.2010
Við óskum Deltadeild til hamingju með að vera búnar að klára að skilgreina útlitið á vefnum sínum, því í
gær kom inn mynd í „hausinn“á síðuna þeirra. Myndin er samsett og lýsir vel sérkennum Vesturlandsins.
Til hamingju Deltasystur :-)
Lesa meira
28.04.2010
Í Laugalækjarskóla í Reykjavík er starfandi tungumálaver. Tungumálverið er þjónustustofnun þar sem veitt er
kennsluráðgjöf. Þar fer fram staðbundin kennsla fyrir nemendur í Reykjavík og boðið er upp á netnám fyrir nemendur innan bæjar og
utan. Í mótun er þjónusta farkennara við börn af erlendum uppruna. Tungumálaverið heldur úti vefsíðu þar sem nálgast má ýmsan fróðleik tengdan starfseminni, m.a. er gefið
út fréttabréf
mánaðarlega.
Lesa meira
27.04.2010
Opnaður hefur verið vefur á menntavísindasviði HÍ sem heitir Kennaramenntun í
deiglu. Fyrirlestrarröð hófst í gær og
verður fram til 23. júní. Upptaka og nánara efni verður sett á þennan vef og áhugasamir hvattir til að senda inn efni í umræðuna.
Lesa meira
18.04.2010
Föstudaginn 16. apríl fékk Kappadeildin krækju í vefinn sinn frá Alþjóðasamtökunum ásamt logo-i til að setja á vefinn
því til staðfestingar að hann uppfylli skilyrði alþjóðasamtakanna um vefsíður.
Við óskum Kappadeildinni hjartanlega til hamingju :-)
Lesa meira
16.04.2010
Í gær og í dag hafa mér borist tölvupóstar erlendis frá, bæði frá systrum okkar á Bretlandi og Alfadeildinni í Texas
þar sem okkur eru sendar hlýjar kveðjur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Er greinilegt að þær systur okkar, hafa af okkur og ástandinu
hér á Íslandi, nokkrar áhyggjur. Er notalegt að finna hlýhug þeirra og samstöðu og þökkum við kærlega fyrir
það og er góðum kveðjum þeirra hér með komið á framfæri.
Lesa meira
18.03.2010
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur tekið saman glærusýningu um alþjóðlegar nefndir DKG. Einnig er þar að finna stutta en hnitmiðaða
punkta
Lesa meira
12.03.2010
Það er ánægjulegt að tilkynna að þær Anh-Dao Tran í Gammadeild og Anna G. Eðvaldsdóttir í Iotadeild hafa báðar
Lesa meira
16.04.2010
Leiðtoganámskeið — Key Issues of Leadership verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni daginn fyrir
vorþingið,
föstudaginn 16.apríl, kl. 13–17.
Lesa meira
16.03.2010
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir í Alfadeild mun kynna starfsemi alþjóðasamtakanna á stuttum fundi í
Þjóðarbókhlöðunni þriðjudaginn 16. mars kl. 17.
Lesa meira
02.03.2010
Þar sem stutt er síðan að „Nýi kennarinn“ var helsta viðfangsefni samtakanna og er auðvitað verðugt viðfangsefni öll starfsár,
er ekki úr vegi að benda á að ýmislegt efni sem
tengist þessu viðfangsefni má finna á síðu alþjóðasambandsins. Sérstalega má benda á PowerPoint glærur sem deildir geta nýtt sér til að vinna með
þetta málefni og
Lesa meira