Fréttir

Gönguhópur DKG hittist 3. nóvember

Gönguhópurinn hittist 3. nóvember síðastliðinn og hélt í sína fyrstu göngu undir vaskri stjórn Margrétar Jónsdóttur í Gammadeild. Sjá myndir
Lesa meira

Fréttabréf DKG systra í Bretlandi

Nýtt eintak af fréttabréfi DKG systra í Bretlandi er komið á vefinn, en í framtíðinni mun það einungis verða á heimasíðu þeirra á vefnum.  
Lesa meira

Gönguhópur DKG

Ákveðið hefur verið að hefja gönguhóp DKG kvenna í Reykjavík og  verður gengið einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudaginn í mánuðinum. Gengið verður frá Perlunni. Mæting er kl 17:30 og gengið í klukkutíma.
Lesa meira

Síður annarra landssambanda

Undir flokknum Tenglar hér á vefnum er kominn tengill í yfirlit yfir heimasíður allra landssambanda sem finna má á alþjóðasambandssíðunni. Auk ýmiss konar fróðleiks um starfsemi sambandanna má einnig oft finna fréttabréf (News) viðkomandi landssambanda á þessum síðum. Nýútkomið er t.d. fréttabréf þeirra í Arkansas sem lesa má á vefnum. Endilega skoðið hvað er að frétta hjá DKG systrum okkar vítt og breitt um heiminn.
Lesa meira

Nýtt útlit hjá Iota-deild

Við óskum Iotadeildinni til hamingju með að vera búnar að klára að setja upp útlitið á vef deildarinnar. Mynd deildarinnar er þyrnirós en hún vex villt á Vestfjörðum (og víðar) og er einskonar „þjóðarblóm“ Vestfirðinga :-)
Lesa meira

Nýtt eintak af Euforia

Nýtt eintak af Euforia er nú komið út og er aðgengilegt hér á vefnum undir krækjunni Rafræn útgáfa. Á sama stað má einnig nálgast glærur og krækjulista frá Director General Arni Hole. Ministry of Children and Equality í Noregi í tengslum við fyrirlestur sem hún flutti á Evrópuþinginu í Osló síðastliðið sumar. 
Lesa meira

Hugarflug um upplýsingamál

/* Fimmtudaginn 24.september 2009 verður vinnufundur um upplýsingamál DKG
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis 8. september

Á degi læsis er fólk hvar sem er á landinu hvatt til að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta.
Lesa meira

Evrópuþinginu í Osló lokið

Evrópuþing Delta Kappa Gamma fór fram í Osló í Noregi dagana 5.-8. ágúst. 14 konur héðan frá Íslandi sóttu þingið og bar þeim saman um að norsku gestgjafarnir hefðu tekið vel á móti okkur og þingið verið áhugavert.  
Lesa meira

Ný stjórn kosin fyrir árin 2009-2011

Á landssambandsþinginu í maí síðastliðnum var kosin ný stjórn Delta Kappa Gamma fyrir tímabilið 2009-2011. Ingibjörg Jónasdóttir í Gammadeild var kosin formaður en upplýsingar um stjórnina má finna hér á vefnum undir Stjórn og nefndir.
Lesa meira