Fréttir

Fréttabréfið komið á vefinn

Væntanlega hefur hausteintakið af fréttabréfinu okkar nú borist til allra félagskvenna. Það er glæsilegt að vanda og stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni. Um leið og við bendum á að hægt er að nálgast blaðið rafrænt undir Útgáfumál – Fréttabréf DKG á vinstri vængnum hér til hliðar, vekjum við athygli á að góð hugmynd væri að skilja prentaða eintakið eftir að lestri loknum t.d. á kaffistofunni á vinnustaðnum eða biðstofum þar sem líklegt er að það kæmi að gagni. Hægt er að nálgast fleiri eintök hjá Sigrúnu Jóhannesdóttur í ritnefndinni ef þörf er á.
Lesa meira

35 ára afmæli stofndeildar DKG

Haldið var upp á 35 ára afmæli Alfadeildar Delta Kappa Gamma samtakanna í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 12. nóvember. Rúmlega 50 félagskonur í hinum fjölmörgu deildum DKG fögnuðu þessum tímamótum með félagkonum í Alfadeild og heiðruðu um leið 35 ára forsetaafmæli Fr. Vigdísar Finnbogadóttur, en Fr. Vigdís er  heiðursfélagi í DKG samtökunum. Marta Guðjónsdóttir formaður Alfadeildar setti fundinn og stýrði honum.
Lesa meira

Tungumálatorg

Á Degi íslenskarar tungu var opnað Tungumálatorg á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Etasystir okkar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kynnti verkefnið ásamt Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur. Þær hafa átt veg og vanda að undirbúningi þess og fjölluðu um þróun þess og ávinning.
Lesa meira

Stuðningur við alþjóðlegu tungumálamiðstöðina.

Minnum á að hægt er að styðja við alþjóðlegu tungumálamiðstöðina, sem Vigdís Finnbogadóttir hefur beitt sér fyrir, t.d. með því að kaupa bókina Tungumál ljúka upp heimum. Orð handa Vigdísi eða gjafaöskuna með gjafakortum íslenskra myndlistakvenna.
Lesa meira

Hugmyndir óskast

Óskað er eftir hugmyndum frá okkur á Íslandi, að vinnustofum og fyrirlestrum / fyrirlesurum á Evrópuráðstefnuna í Baden Baden  sem fyrst og í allra síðasta lagi fyrir 15. desember (samanber fréttina hér á undan).
Lesa meira

Fundur í European Forum nefndinni

Fundur var haldinn í European Forum nefndinni dagana 5.–7. nóvember í Freudenstadt í Þýskalandi. Ingibjörg Jónasdóttir sótti fundinn fyrir Íslands hönd að þessu sinni og er fundargerðin komin á vef European Forum.
Lesa meira

Evrópu þingið í Baden-Baden/Steinbach, 3.–6. ágúst.

Delta Kappa Gamma systur okkar í Þýskalandi ásamt Kate York Evrópuforseta vinna nú að því hörðum höndum að skipuleggja næsta Evrópuþing sem haldið verður í Baden-Baden/Steinbach, 3.–6. ágúst 2011.
Lesa meira

Hátíðarfundur Alfadeildar

Í tilefni af 35 ára afmælis Alfadeildar verður hátíðarfundur í Þjóðmenningarhúsinu, laugardaginn 13. nóvember, kl. 11:00 – 13:00. Fundurinn verður tileinkaður þeim tímamótum að 30 ár eru liðin frá því  Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Delta Kappa Gamma, var fyrst kjörin forseti. Til umræðu á fundinum verður málefni sem henni hefur lengi verið hugleikið þ.e. mikilvægi þess að kenna börnum rökræður. Sjá meðfylgjandi dagskrá.
Lesa meira

Stofnfundur Lambdadeildar

11. deild samtakanna, Lambda, var stofnuð í sal Menntasviðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1 í gær, fimmtudaginn 28. október, við hátíðlega athöfn. Iðunn Antonsdóttir er formaður nýrrar deildar og með henni í stjórn verða Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Ólöf S. Sigurðardóttir og Rannveig Hafberg.
Lesa meira

Alfadeildin 35 ára

Laugardaginn 13. nóvember kl. 11-14,  fagnar Alfadeildin 35 ára afmæli sínu í Þjóðmenningarhúsinu og verður fundurinn opinn öllum DKG konum.
Lesa meira