04.01.2011
Fréttabréf (Volume 1, Issue 2) frá Delta Kappa
Gamma Society Educational Foundation var að berast okkur. Það má nálgast hér.
Við vekjum jafnframt athygli á að næsti frestur til að sækja um í Lucile Cornetet Professional Award for Professional Development
rennur út 1. febrúar.
Lesa meira
04.01.2011
Rannveig Löve var í hópi 12 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á
nýársdag.
Lesa meira
14.12.2010
Pre-Regional Conference Seminar haldið þriðjudaginn 2. ágúst 2011 mun bera yfirskriftina Educational challenges in the 21st Century - "Haven´t you heard, Miss, us
boys don´t read". Þar mun verða fjallað um þá erfiðleika sem kennarar eru að glíma við meðal annars varðandi lesskilning.
Lesa meira
10.12.2010
Í tilefni jólanna mun gönguhópurinn hittast við Hallgrímskirkju í Reykjavík, miðvikudaginn 15. desember kl. 17:30, ganga hring
um bæinn og fá sér heitt súkkulaði saman.
Lesa meira
07.12.2010
Við bendum á söfnunina Schools for Africa sem við stöndum að í samstarfi við UNICEF. Það er kynning á verkefninu í haustblaði
Fréttabréfsins og undir Starfsemi – Afríkuverkefnið hér til hliðar. Það væri
skemmtilegt ef deildirnar eða einstaka systur leggðu eitthvað af mörkum t.d. á jólafundi til þessa verkefnis. Ef jólafundir eru afstaðnir
þá bendum við konum að leggja inn á reikning Landssambands DKG, 546-26-2379, kennitala: 491095-2379 og setja UNICEF sem
skýringu. Við munum afhenda Unicef fyrstu upphæðina milli jóla og nýjárs. Vinsamlegast komið þessu á framfæri við
konur í ykkar deildum.
Lesa meira
06.12.2010
Vakin er athygli á, að á alþjóðasambandsvefnum er
nú hægt að nálgast rafræn eintök af umsóknum fyrir vinnustofur („Workshop proposals“) og veggspjaldasýningar („InfoFair
Requests“) á Evrópuráðstefnunni í Baden Baden næsta sumar. Umsóknareyðublöðin þarf að vista til sín og fylla út
og senda í tölvupósti fyrir 15. febrúar til Kate York forseta Evrópusambandsins (yorkacm@tiscali.co.uk).
Afar áriðandi er að nöfn á vinnustofum séu bæði „grípandi“ og laði að áheyrendur.
Lesa meira
01.12.2010
Væntanlega hefur hausteintakið af fréttabréfinu okkar nú borist til allra félagskvenna. Það er glæsilegt að vanda og stútfullt af
skemmtilegu og fræðandi efni. Um leið og við bendum á að hægt er að nálgast blaðið rafrænt undir Útgáfumál – Fréttabréf DKG á vinstri vængnum hér til
hliðar, vekjum við athygli á að góð hugmynd væri að skilja prentaða eintakið eftir að lestri loknum t.d. á kaffistofunni á
vinnustaðnum eða biðstofum þar sem líklegt er að það kæmi að gagni. Hægt er að nálgast fleiri eintök hjá Sigrúnu Jóhannesdóttur í ritnefndinni ef þörf er á.
Lesa meira
22.11.2010
Haldið var upp á 35 ára afmæli Alfadeildar Delta Kappa Gamma samtakanna í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 12. nóvember. Rúmlega
50 félagskonur í hinum fjölmörgu deildum DKG fögnuðu þessum tímamótum með félagkonum í Alfadeild og heiðruðu um leið
35 ára forsetaafmæli Fr. Vigdísar Finnbogadóttur, en Fr. Vigdís er heiðursfélagi í DKG samtökunum. Marta Guðjónsdóttir
formaður Alfadeildar setti fundinn og stýrði honum.
Lesa meira
16.11.2010
Á Degi íslenskarar tungu var opnað Tungumálatorg á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Etasystir okkar Brynhildur Anna
Ragnarsdóttir kynnti verkefnið ásamt Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur. Þær hafa átt veg og vanda að undirbúningi þess og
fjölluðu um þróun þess og ávinning.
Lesa meira
15.11.2010
Minnum á að hægt er að styðja við alþjóðlegu tungumálamiðstöðina, sem Vigdís Finnbogadóttir hefur beitt
sér fyrir, t.d. með því að kaupa bókina Tungumál ljúka upp heimum. Orð handa Vigdísi eða gjafaöskuna með
gjafakortum íslenskra myndlistakvenna.
Lesa meira