Fréttir

Leiðtoganámskeiði lokið

Leiðtoganámskeiðið: Becoming Educators of Excellence var haldið 24.- 25.sept. 12 konur sóttu námskeiðið og áttu yndislega og uppbyggilega daga. Aðalleiðbeinandi var Barbara Whiting frá Bandaríkjunum.
Lesa meira

Leading out Loud / Amanda Gore

Mánudagskvöldið 27. september mun Barbara Whiting kynna hugmyndafræði Amöndu Gore frá Ástralíu sem er heimsþekktur fyrirlesari og eftirsóttur leiðbeinandi fyrir leiðtoga.
Lesa meira

Gönguhópurinn dustar rykið af gönguskónum :-)

Gönguhópur DKG sem stofnaður var síðastliðinn vetur mun halda áfram starfsemi sinni í vetur og mun ganga þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Fyrsta gangan verður á morgun, þriðjudaginn 21. september og er mæting hjá Perlunni kl. 17:30.
Lesa meira

Kvennafrídagurinn 24. október 2010

Við í DKG hér á Íslandi höfum hafið samvinnu við Skotturnar, sem eru opinn samstarfsvettvangur kvenna, sprottinn upp úr grasrót íslensku kvennahreyfingarinnar. Honum er ætlað að virkja allar konur til aðgerða í þágu jafnréttisbaráttu kvenna, með kvennafrídaginn sem útgangspunkt. Sjá nánar: http://kvennafri.is/skotturnar.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis – 8. september

Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það var þó ekki fyrr en árið 2009 að Háskólinn á Akureyri og Amtsbókasafnið efndu til samvinnu í því skyni að vekja athygli á mikilvægi læsis fyrir líf og starf.
Lesa meira

Frá alþjóðasambandsþinginu í Spokane

Sigrún Jóhannesdóttir í Deltadeild hefur tekið saman pistil um alþjóðasambandsþingið í Spokane síðastliðið sumar. Pistil Sigrúnar má finna undir Þinghald hér til hliðar í valmyndinni. Einnig eru nokkrar myndir frá þinginu í myndasafninu. Ágætis umfjöllun um þingið má einnig finna í fréttabréfi breska landssambandsins
Lesa meira

Gefðu kost á þér sem fyrirlesari á vegum International Speakers Fund

International Speakers Fund er prógramm á vegum DKG sem sett var á laggirnar árið 1984 og hefur það að markmiði að styrkja fyrirlestrahald félagskvenna á ráðstefnum og fundum samtakanna. Efnið sem þú getur boðið upp á að tala um er annað hvort efni sem þú ert að vinna við, læra um eða jafnvel hefur sem áhugamál.
Lesa meira

Nýr Evrópuforseti 2010-2012

Kate York er nýr Evrópuforseti 2010-2012. Kate er bresk og hefur verið fulltrúi Evrópu í "Membership"nefnd alþjóðasambandsins síðasta tímabil. Hún tekur við af Birgit Svensson frá Svíþjóð.
Lesa meira

Ný stjórn alþjóðasambands DKG 2010-2012

Alþjóðaforseti DKG er Dr.Jensi Souders, 1. varaforseti Alice L. Carrier, 2. varaforseti Dr. Beverly Helms.
Lesa meira

Alþjóðaþinginu í Spokane lokið

Alþjóðaþing DKG var haldið  í Spokane í Washingtonfylki dagana 22. - 26.júlí. Fjórar konur frá Íslandi sóttu þingið. Sigrún Klara 2. varaforseti alþjóðasamtakanna, Ingibjörg Jónasdóttir forseti landssambandsins, Sigrún Jóhannesdóttir og Anh-Dao Tran.
Lesa meira