11.10.2010
Norrænar konur gegn ofbeldi, regnhlífarsamtök 230 norrænna kvennaathvarfa og Stígamót boða til ráðstefnu um nauðganir á Hótel
Loftleiðum þann 22. – 23. okt. 2010.
Lesa meira
05.10.2010
Fundargerð framkvæmdaráðsfundarins 4. september 2010 er komin á vefinn.
Lesa meira
30.09.2010
Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í
stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar,
regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október
2010.
Lesa meira
26.09.2010
Leiðtoganámskeiðið: Becoming Educators of Excellence var haldið 24.- 25.sept. 12 konur sóttu námskeiðið og áttu yndislega og uppbyggilega daga.
Aðalleiðbeinandi var Barbara Whiting frá Bandaríkjunum.
Lesa meira
24.09.2010
Mánudagskvöldið 27. september mun Barbara Whiting kynna hugmyndafræði Amöndu Gore frá Ástralíu sem er heimsþekktur
fyrirlesari og eftirsóttur leiðbeinandi fyrir leiðtoga.
Lesa meira
21.09.2010
Gönguhópur DKG sem stofnaður var síðastliðinn vetur mun halda áfram starfsemi sinni í vetur og mun ganga þriðja þriðjudag í
hverjum mánuði. Fyrsta gangan verður á morgun, þriðjudaginn 21. september og er mæting hjá Perlunni kl. 17:30.
Lesa meira
10.09.2010
Við í DKG hér á Íslandi höfum hafið samvinnu við Skotturnar, sem eru opinn samstarfsvettvangur kvenna, sprottinn upp úr
grasrót íslensku kvennahreyfingarinnar. Honum er ætlað að virkja allar konur til aðgerða í þágu jafnréttisbaráttu kvenna, með
kvennafrídaginn sem útgangspunkt. Sjá nánar:
http://kvennafri.is/skotturnar.
Lesa meira
07.09.2010
Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það var þó ekki fyrr en árið
2009 að Háskólinn á Akureyri og Amtsbókasafnið efndu til samvinnu í því skyni að vekja athygli á mikilvægi læsis fyrir
líf og starf.
Lesa meira
27.08.2010
Sigrún Jóhannesdóttir í Deltadeild hefur tekið saman pistil um alþjóðasambandsþingið í Spokane síðastliðið sumar.
Pistil Sigrúnar má finna undir Þinghald hér til hliðar í valmyndinni. Einnig eru nokkrar myndir frá
þinginu í myndasafninu.
Ágætis umfjöllun um þingið má einnig
finna í fréttabréfi breska landssambandsins
Lesa meira
17.08.2010
International Speakers Fund er prógramm á vegum DKG sem sett var á laggirnar árið 1984 og hefur það að markmiði að styrkja fyrirlestrahald
félagskvenna á ráðstefnum og fundum samtakanna. Efnið sem þú getur boðið upp á að tala um er annað hvort efni sem þú ert
að vinna við, læra um eða jafnvel hefur sem áhugamál.
Lesa meira