10.09.2010
Við í DKG hér á Íslandi höfum hafið samvinnu við Skotturnar, sem eru opinn samstarfsvettvangur kvenna, sprottinn upp úr
grasrót íslensku kvennahreyfingarinnar. Honum er ætlað að virkja allar konur til aðgerða í þágu jafnréttisbaráttu kvenna, með
kvennafrídaginn sem útgangspunkt. Sjá nánar:
http://kvennafri.is/skotturnar.
Lesa meira
07.09.2010
Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það var þó ekki fyrr en árið
2009 að Háskólinn á Akureyri og Amtsbókasafnið efndu til samvinnu í því skyni að vekja athygli á mikilvægi læsis fyrir
líf og starf.
Lesa meira
27.08.2010
Sigrún Jóhannesdóttir í Deltadeild hefur tekið saman pistil um alþjóðasambandsþingið í Spokane síðastliðið sumar.
Pistil Sigrúnar má finna undir Þinghald hér til hliðar í valmyndinni. Einnig eru nokkrar myndir frá
þinginu í myndasafninu.
Ágætis umfjöllun um þingið má einnig
finna í fréttabréfi breska landssambandsins
Lesa meira
17.08.2010
International Speakers Fund er prógramm á vegum DKG sem sett var á laggirnar árið 1984 og hefur það að markmiði að styrkja fyrirlestrahald
félagskvenna á ráðstefnum og fundum samtakanna. Efnið sem þú getur boðið upp á að tala um er annað hvort efni sem þú ert
að vinna við, læra um eða jafnvel hefur sem áhugamál.
Lesa meira
14.08.2010
Kate York er nýr Evrópuforseti 2010-2012. Kate er bresk og hefur verið fulltrúi Evrópu í "Membership"nefnd alþjóðasambandsins
síðasta tímabil. Hún tekur við af Birgit Svensson frá Svíþjóð.
Lesa meira
14.08.2010
Alþjóðaforseti DKG er Dr.Jensi Souders, 1. varaforseti Alice L. Carrier,
2. varaforseti Dr. Beverly Helms.
Lesa meira
14.08.2010
Alþjóðaþing DKG var haldið í Spokane í Washingtonfylki dagana 22. - 26.júlí. Fjórar konur frá Íslandi sóttu
þingið. Sigrún Klara 2. varaforseti alþjóðasamtakanna, Ingibjörg Jónasdóttir forseti landssambandsins, Sigrún Jóhannesdóttir
og Anh-Dao Tran.
Lesa meira
14.08.2010
Fjórar íslenskar konur verða í alþjóðlegum nefndum fyrir alþjóðasamtökin á næsta tímabili
alþjóðaforseta, 2010-2012. Þær eru:
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Alfadeild í Leadership Committee
Herhta W. Jónsdóttir Gammadeild í Membership Committee
Sigríður Ragnarsdóttir Iotadeild í Education Excellence Committee
Jóhanna Einarsdóttir Gammadeild í Educator´s Award Committee
Sigrún Klara Hannesdóttir var valin í Editorial Board næstu fjögur árin
eða 2010-2014.
Lesa meira
03.07.2010
Nú er vorfréttabréfið komið á vefinn en eins og ykkur rekur ef til vill minni til var ákveðið
að það yrði einunguis birt á vefnum en ekki prentað og dreift til félagskvenna. Við minnum þó deildir á að prenta blaðið
út fyrir þær félagskonur sem ekki eru tölvutengdar.
Lesa meira
30.06.2010
Myndir frá vorþinginu í Lágafellsskóla 17. maí síðastliðinn ásamt myndum frá leiðtoganámskeiðinu sem haldið
var deginum áður, eru komnar á vefinn hér undir Myndir
Lesa meira