14.08.2010
Kate York er nýr Evrópuforseti 2010-2012. Kate er bresk og hefur verið fulltrúi Evrópu í "Membership"nefnd alþjóðasambandsins
síðasta tímabil. Hún tekur við af Birgit Svensson frá Svíþjóð.
Lesa meira
14.08.2010
Alþjóðaforseti DKG er Dr.Jensi Souders, 1. varaforseti Alice L. Carrier,
2. varaforseti Dr. Beverly Helms.
Lesa meira
14.08.2010
Alþjóðaþing DKG var haldið í Spokane í Washingtonfylki dagana 22. - 26.júlí. Fjórar konur frá Íslandi sóttu
þingið. Sigrún Klara 2. varaforseti alþjóðasamtakanna, Ingibjörg Jónasdóttir forseti landssambandsins, Sigrún Jóhannesdóttir
og Anh-Dao Tran.
Lesa meira
14.08.2010
Fjórar íslenskar konur verða í alþjóðlegum nefndum fyrir alþjóðasamtökin á næsta tímabili
alþjóðaforseta, 2010-2012. Þær eru:
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Alfadeild í Leadership Committee
Herhta W. Jónsdóttir Gammadeild í Membership Committee
Sigríður Ragnarsdóttir Iotadeild í Education Excellence Committee
Jóhanna Einarsdóttir Gammadeild í Educator´s Award Committee
Sigrún Klara Hannesdóttir var valin í Editorial Board næstu fjögur árin
eða 2010-2014.
Lesa meira
03.07.2010
Nú er vorfréttabréfið komið á vefinn en eins og ykkur rekur ef til vill minni til var ákveðið
að það yrði einunguis birt á vefnum en ekki prentað og dreift til félagskvenna. Við minnum þó deildir á að prenta blaðið
út fyrir þær félagskonur sem ekki eru tölvutengdar.
Lesa meira
30.06.2010
Myndir frá vorþinginu í Lágafellsskóla 17. maí síðastliðinn ásamt myndum frá leiðtoganámskeiðinu sem haldið
var deginum áður, eru komnar á vefinn hér undir Myndir
Lesa meira
28.06.2010
Landssambandsstjórnin fundaði um daginn og lagði drög að framkvæmdaráðsfundinum í haust. Það gleymdist að taka myndir í
góða veðrinu,
Lesa meira
09.06.2010
Enn bætist í hóp þeirra deilda sem hlotið hafa tengingu og merki frá Alþjóðasambandsvefnum. Í dag bættist Etadeild í
hópinn. Til hamingju með það Etadeild! :-)
Lesa meira
26.05.2010
Núna á dögunum fékk Gammadeildin krækju í vefinn sinn frá Alþjóðasamtökunum ásamt logo-i til að setja á
vefinn því til staðfestingar að hann uppfylli skilyrði alþjóðasamtakanna um vefsíður.
Við óskum Gammadeildinni hjartanlega til hamingju :-)
Lesa meira
05.05.2010
Á forsíðunni á vef alþjóðasambandsins er nú kominn möguleiki til að
skrá sig inn á lokaðan innri vef Delta Kappa Gamma þar sem félagskonur geta átt í margs konar samskiptum og samvinnu á vef án þess að aðrir en
gildir meðlimir komist í þau gögn. Á upphafssíðunni þarf að skrá sig inn með notendanafni sem er það netfang sem viðkomandi
hefur skráð sig með hjá samtökunum og leyniorði sem fæst uppgefið hjá vefstjóra.
Leyniorðið er einnig í maí/júní hefti af formannabréfinu (Presidents Page) þannig að allir formenn hafa það líka.
Lesa meira