Fréttir

Pamela Irons látin

Pamela Irons, einn af stofnendum DKG í Bretlandi, lést 2. júlí síðastliðinn. Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar frá Evrópuforseta um Pamelu:
Lesa meira

Hægt að fylgjast með setningu alþjóðasambandsþingsins í Indianapolis á vefnum

Vakin er athygli á því að hægt verður að fylgjast með setningu alþjóðasambandsþingsins í rauntíma á vef alþjóðasambandsins. Efst á síðunni (http://dkg.org/ ) verður krækja: „Live stream“ sem hægt er að smella á til að fylgjast með viðburðinum. Sjá nánar í pósti frá forseta alþjóðasambandsins:
Lesa meira

Nýr fulltrúi Íslands í Evrópuforum

Kristrún Ísaksdóttir úr Gammadeild hefur verið valin næsti fulltrúi Íslands í Evrópu Forum fyrir tímabilið 2014 - 2016. Ingibjörg Jónasdóttir Gammadeild hefur verið okkar fulltrúi síðustu tvö árin. Hún hefur verið formaður EvrópuForum en lætur af því embætti á alþjóðaþinginu í sumar. 
Lesa meira

Facebookhópur fyrir Evrópu

Búið er að stofna Facebook hóp fyrir Evrópusvæði DKG. Endilega sendið beiðni um að fá slást í hópinn. Sjá link:
Lesa meira

Nýjasta Buzz-ið komið á vefinn

Júlí-ágúst 2014 eintakið  af Strenghtening the Buzz er komið á vefinn.
Lesa meira

Vorfréttabréfið komið á vefinn

Vorfréttabréfið 2014 er komið á vefinn, stútfullt af efni. Við óskum ritnefnd til hamingju með glæsilegt fréttabréf :-)
Lesa meira

Nýtt EuForia

Júníheftið 2014 (nr. 45) af EuForia er komið hér á vefinn undir Útgáfumál - Euforia.
Lesa meira

Kveðja frá Evrópuforseta

Okkur var að berast þakkarbréf frá Mariku Evrópuforseta að loknu vorþinginu. Gefum henni orðið: Dear Gudbjörg and DKG members in Island, kæru systur, Sitting on the plane to Austin I am reflecting the past days spent in your uniquely beautiful country.
Lesa meira

Vorþingi 2014 lokið

Vorþing landssambands DKG var að þessu sinni haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 10. maí. Þingið var vel sótt en rúmlega 60 konur sóttu þingið. Yfirskrift þingsins var Skóli á nýjum tímum, lýðræði, sköpun, tækni. Erindin fjölluðu öll á einn eða annan hátt um þetta efni og öllum skólastigum voru gerð skil. Auk erindanna voru tónlistaratriði sem báru fjölbreyttu menningarlífi Ísfirðinga gott vitni.
Lesa meira

Göngum saman

Við minnum DKG konur á árlega styrktargöngu „Göngum saman“ næstkomandi sunnudag 11. maí. Göngum saman er styrktarfélag sem styrkir íslenskar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og er styrktargangan aðalfjáröflunarleið félagsins.
Lesa meira