Fréttir

Global Awareness Committee

Ágætu DKG systur Nýlega fékk ég sent bréf frá Dr. Barbara Baethe sem situr í nýrri nefnd sem samþykkt var í Texas í júní 2013 og heitir Global Awareness Committee.  Eitt af markmiðum nefndarinnar fyrir 2013-1015 er „Cultivate member participation in Delta Kappa Gamma's global mission“.
Lesa meira

Gisting á vorþinginu á Ísafirði 10 maí næstkomandi

Nú hafa borist tilboð í gistingu  vegna vorþingsins á Ísafirði 10. maí næstkomandi. Við eigum frátekin herbergi á nokkrum gististöðum á Ísafirði sem verður haldið lausum fyrir okkur til 12. febrúar. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur tilboðin og panta sem fyrst til að fá örugga gistingu. Tilboðin má nálgast á síðunni Vorþing 2014
Lesa meira

Fréttabréf MU State í Flórída

Fréttabréf DKG systra í MU State Flórída er komið á vefinn. Hér má nálgast fréttabréfið.
Lesa meira

Soffía Vagnsdóttir sæmd fálkaorðunni

Soffía Vagnsdóttir Iotasystir og skólastjóri í Bolungarvík var í dag sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Soffía fékk orðuna fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð. Við óskum Soffíu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu :-)
Lesa meira

Frá formanni Evrópu Forum

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Mikilvægt er að efla samstarf Evrópu innan DKG. Ein leið er að löndin verði sýnilegri á sameiginlegu vefsvæði okkar, Evrópuvefnum. Hvet ég konur til að skoða hann og koma með tillögur um hvernig hægt er að gera hann virkari, http://dkgeurope.org. Bestu kveðjur  Ingibjörg Jónasdóttir, formaður Evrópu Forum
Lesa meira

Leiðarstjarnan

Fundur var haldinn í Epsilondeild laugardaginn 16. nóvember 2013 í Vatnsholti í Flóa. Sigrún Jóhannesdóttir úr Deltadeild kom á fundinn og kynnti fyrir okkur námskeið um markmið og leiðir til að efla innra starf deilda sem hún hefur þróað og nefnir Delta Kappa Gamma stjarnan eða „Leiðarstjarnan.“ Við byrjuðum á að ræða saman í litlum hópum hvernig við vildum hafa fundina ef við breyttum einhverju en vorum sammála um að við værum frekar ánægðar með okkar starf.
Lesa meira

Fréttabréfið komið í lag

Í gær var tæknin eilítið að stríða okkur þannig að fréttabréfið í heppilegri útgáfu til að lesa beint á vefnum var ekki í lagi. Nú erum við búnar „að ná tökum á tækninni“ og ekkert því til fyrirstöðu að lesa fréttablaðið beint á vef. Vonum að þið njótið :-) http://dkg.muna.is/static/files/skjol_landsamband/utgafa_blod_frettabref/frettabref_haust_2013.pdf
Lesa meira

Haustfréttabréfið 2013

Nú er hausteintakið af fréttabréfinu okkar 2013 komið á vefinn, stútfullt af efni. Það má skoða beint á vefnum en einnig er þar prentvæn útgáfa sem hentar til að prenta út fyrir þær sem ekki hafa aðgang að vefnum. Við óskum nýju ritnefndinni til hamingju með flott fréttabréf :-)
Lesa meira

Gummi fer í fjöruferð

Dagbjört Ásgeirsdóttir í Mýdeild er að senda frá sér sína þriðju barnabók nú fyrir jólin. Bókin sem ber heitið Gummi fer í fjöruferð er gefin út af Óðinsauga útgáfu. Bókin er sjálfstætt framhald fyrri bóka Dagbjartar; Gummi fer á veiðar með afa og Gummi og dvergurinn úrilli. Við óskum Dagbjörtu innilega til hamingju með bókina.
Lesa meira

Til hamingju Þetadeild

Þetadeild sem staðsett er á Suðurnesjum er 15 ára í dag, en hún var stofnuð 26. nóvember 1998. Við óskum deildinni til hamingju með afmælið :-)
Lesa meira