Fréttir

Frá Golden Gift Fund nefndinni

Golden Gift sjóðurinn styrkir félagskonur DKG m.a. til að sækja stjórnunarnámskeið sem haldið er í Austin, Texas sumarið 2014. Hér má nálgast nánari upplýsingar.
Lesa meira

Fundargerð framkvæmdaráðsfundar

Fundargerð frá framkvæmdaráðsfundi 14. sept. síðastliðinn, er komin á vefinn.
Lesa meira

Sigrún fær alþjóðlega viðurkenningu

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni okkar fékk Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir alþjóðlega viðurkenningu DKG í Amsterdam í sumar. Eftirfarandi frétt af því tilefni var send á nokkra íslenska fjölmiðla:
Lesa meira

Frá framkvæmdaráðsfundi 14. sept 2013

Laugardaginn 14. september s.l. kom framkvæmdaráð DKG saman til fundar. Þar voru mættir formenn deilda, stjórn landssambandsins, gjaldkeri, lögsögumaður, fyrrum forseti og Sigrún Klara Hannesdóttir sem var gestur fundarins.
Lesa meira

Fundur vegna 100 ára afmælis kosningaréttar og kjörgengis íslenskra kvenna 19. júní 2015

Alma Dís og Kristín fóru á fund Alþingis laugardaginn 14.sept. Þar rætt var um afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015. Mikið var rætt um fræðslumál og liggja þar ýmis tækifæri fyrir DKG. Í framkvæmdanefnd voru eftirfarandi konur tilnefndar:
Lesa meira

Glærusýning Sigrúnar Klöru

Vakin er athygli á að búið er að uppfæra glærusýningu Dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur sem sett var hér inn 2010 eftir framkvæmdaráðsfundinn á laugardaginn var (sjá neðst á síðunni). 
Lesa meira

Myndir frá Amsterdam

Myndir frá Evrópuráðstefnunni í Amsterdam eru komnar á vefinn okkar. Athugið einnig að myndir sem Jim (ljósmyndari alþjóðasamtakanna) tók á ráðstefnunni eru aðgengilegar á vefsíðu hans.
Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar vegna tilnefninga í alþjóðlegar nefndir

Lokafrestur til að senda inn tilnefningar félagskvenna í alþjóðlegar nefndir nálgast óðum en lokadagur er 15. október. Það er mjög mikilvægt að þær konur sem ætla sér að senda inn meðmæla- og/eða stuðningsbréf vegna slíkra tilnefninga fari á heimasíðu alþjóðasambandsins (http://dkg.org/) og kynni sér upplýsingar um breytingar á forminu sem notað er. Kynnið ykkur vel á hvern hátt þið getið best komið stuðningi ykkar á framfæri. Upplýsingarnar er að finna vinstra megin á forsíðu vefsins undir krækjunni „Nominating leaders for 2014“  
Lesa meira

Fréttabréf Education Foundation

Skoðið fréttabréf  Education Foundation og munið að sækja um styrk til þeirra. Þar er hægt að fá styrki fyrir alls kyns verkefni, stór og smá.
Lesa meira

Fulltrúar okkar á undirbúningfundi Alþingis fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna

Þær Alma Dís Kristinsdóttir Lamdadeild og Kristín Jónsdóttir Gammadeild verða fulltrúar okkar á fyrsta undirbúningsfundi Alþingis fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 2015. Þær koma til með að taka þátt í umræðum og síðan kosningu á fimm manna nefnd sem mótar endanlega tillögur og annast undirbúning fyrir afmælisárið. Við óskum þeim Ölmu Dís og Kristínu góðs gengis.
Lesa meira