18.10.2013
Í tilefni af „Bleika mánuðinum“ dreifir Krabbameinsfélagið „Skilaboðum til kvenna“. Þar eru konur hvattar til að vera vel meðvitaðar um hvað hver og ein kona getur
gert til að koma í veg fyrir krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að með heilbrigðum lífsstíl megi koma í veg
fyrir þriðja hvert krabbamein. Kynnum okkur málið!
Lesa meira
08.10.2013
Októberhefti Euforia er komið á vefinn ásamt yfirliti yfir fyrirlestrana sem haldnir voru í Amsterdam
síðastliðið sumar.
Lesa meira
07.10.2013
Svo virðist vera sem sífellt sé verið að færa til upplýsingar og síður á alþjóðasambandsvefnum og breytast upplýsingar
þar „hraðar en vindurinn“ :-) Sérstaklega á þetta við núna eftir að vefurinn þeirra var uppfærður. Ég bið ykkur
því að sýna „óvirkum tenglum“ þangað ákveðinn skilning. Ég reyni að uppfæra þessa tengla jafnóðum og
ég rekst á þá en þetta er þó nokkur vinna og ekki framkvæmd svona einn, tveir og þrír!!. Endilega hjálpið mér
líka við þessa vinnu og látið mig vita um brotna tengla jafnóðum og þið rekist á þá.
Lesa meira
07.10.2013
Golden Gift sjóðurinn styrkir félagskonur DKG m.a. til að sækja stjórnunarnámskeið sem haldið er í Austin, Texas sumarið 2014.
Hér má nálgast nánari upplýsingar.
Lesa meira
07.10.2013
Fundargerð frá framkvæmdaráðsfundi 14. sept. síðastliðinn, er komin
á vefinn.
Lesa meira
19.09.2013
Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni okkar fékk Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir alþjóðlega viðurkenningu DKG í
Amsterdam í sumar. Eftirfarandi frétt af því tilefni var send á nokkra íslenska fjölmiðla:
Lesa meira
19.09.2013
Laugardaginn 14. september s.l. kom framkvæmdaráð DKG saman til fundar. Þar voru mættir formenn deilda, stjórn landssambandsins, gjaldkeri,
lögsögumaður, fyrrum forseti og Sigrún Klara Hannesdóttir sem var gestur fundarins.
Lesa meira
19.09.2013
Alma Dís og Kristín fóru á fund Alþingis laugardaginn 14.sept. Þar rætt var um afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015.
Mikið var rætt um fræðslumál og liggja þar ýmis tækifæri fyrir DKG. Í framkvæmdanefnd voru eftirfarandi konur tilnefndar:
Lesa meira
16.09.2013
Vakin er athygli á að búið er að uppfæra glærusýningu Dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur sem
sett var hér inn 2010 eftir framkvæmdaráðsfundinn á laugardaginn var (sjá neðst á síðunni).
Lesa meira
16.09.2013
Myndir frá Evrópuráðstefnunni í Amsterdam eru komnar á vefinn okkar. Athugið einnig að myndir sem Jim
(ljósmyndari alþjóðasamtakanna) tók á ráðstefnunni eru aðgengilegar á vefsíðu hans.
Lesa meira