30.10.2013
Uppstillingarnefnd alþjóðasambandsins hefur nú lokið störfum og búið er að birta listann yfir hvaða konur verða í stjórn
alþjóðasambandsins. Það er ánægjulegt að tilkynna að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Alfadeild er tilnefnd í
uppstillingarnefndina. Við óskum Sjöfn til hamingju með það :-)
Lesa meira
30.10.2013
Alþjóðleg samtök tungumálakennara, The International Federation of Language Teacher Associations (FIPLV), sem hefur aðsetur í París, veittu Auði
Torfadóttur formanni Etadeildar og fyrrverandi dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands, alþjóðleg verðlaun samtakanna fyrir
árið 2013. Þetta var ákveðið á fundi samtakanna fyrir skemmstu.
STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi (http://stil-is.weebly.com/) tilnefndu Auði til verðlaunanna
vegna margvíslegra starfa hennar í þágu tungumálakennslu á Íslandi.
Lesa meira
27.10.2013
Minnt er á að umsóknarfrestur til að sækja um styrk til að sitja leiðtoganámskeið Golden Gift sjóðsins rennur út 1.
desember 2013. Námskeiðið er haldið í Austin, Texas dagana 29. júní-11. júlí 2013. Allar konur sem hafa verið 3 ár eða
lengur í samtökunum hafa rétt til að sækja um.
Lesa meira
25.10.2013
Það er ekki ofsögum sagt að þær Iotasystur séu á „rífandi siglingu“ þessa dagana. Auk þess að standa fyrir
ráðstefnunni „Á flekamótum“ á morgun, 26. október 2013,
þá var í dag að koma út bók eftir eina þeirra, Soffíu Vagnsdóttur. Bókin heitir Trommur og töfrateppi og er
innihaldið tónlistarnámsefni fyrir börn. Við óskum Soffíu og öllum Iotasystrum innilega til hamingju.
Lesa meira
18.10.2013
Í tilefni af „Bleika mánuðinum“ dreifir Krabbameinsfélagið „Skilaboðum til kvenna“. Þar eru konur hvattar til að vera vel meðvitaðar um hvað hver og ein kona getur
gert til að koma í veg fyrir krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að með heilbrigðum lífsstíl megi koma í veg
fyrir þriðja hvert krabbamein. Kynnum okkur málið!
Lesa meira
08.10.2013
Októberhefti Euforia er komið á vefinn ásamt yfirliti yfir fyrirlestrana sem haldnir voru í Amsterdam
síðastliðið sumar.
Lesa meira
07.10.2013
Svo virðist vera sem sífellt sé verið að færa til upplýsingar og síður á alþjóðasambandsvefnum og breytast upplýsingar
þar „hraðar en vindurinn“ :-) Sérstaklega á þetta við núna eftir að vefurinn þeirra var uppfærður. Ég bið ykkur
því að sýna „óvirkum tenglum“ þangað ákveðinn skilning. Ég reyni að uppfæra þessa tengla jafnóðum og
ég rekst á þá en þetta er þó nokkur vinna og ekki framkvæmd svona einn, tveir og þrír!!. Endilega hjálpið mér
líka við þessa vinnu og látið mig vita um brotna tengla jafnóðum og þið rekist á þá.
Lesa meira
07.10.2013
Golden Gift sjóðurinn styrkir félagskonur DKG m.a. til að sækja stjórnunarnámskeið sem haldið er í Austin, Texas sumarið 2014.
Hér má nálgast nánari upplýsingar.
Lesa meira
07.10.2013
Fundargerð frá framkvæmdaráðsfundi 14. sept. síðastliðinn, er komin
á vefinn.
Lesa meira
19.09.2013
Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni okkar fékk Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir alþjóðlega viðurkenningu DKG í
Amsterdam í sumar. Eftirfarandi frétt af því tilefni var send á nokkra íslenska fjölmiðla:
Lesa meira