15.03.2014
Í augnablkinu er staðan sú með fréttakerfið okkar að tenglar inni í póstinum sem þið fáið virka ekki með réttum
hætti, sem gerir það að verkum að ekki dugar að smella á tengla inni í póstinum sem þið fáið til að komast í
fréttina.
Málið er í könnun (og vonandi lagfæringu) hjá Stefnu og verður vonandi komið í lag sem fyrst. Þangað til verðið þið
að fara inn á vefinn okkar til að skoða til fullnustu þær fréttir sem þið fáið tilkynningu um í tölvupósti.
Lesa meira
15.03.2014
Hjá alþjóðasambandinu er í gangi þjónustukönnun vegna þjónustu skrifstofunnar í höfuðstöðvum samtakanna.
Allar konur sem notið hafa þessarar þjónustu eru beðnar að taka sér örfáar mínútur í að svara þessari
könnun. Hér á Íslandi er líklegt að þetta eigi aðallega við um þær konur sem starfað hafa í alþjóðlegum
nefndum, þó vissulega geti fleiri hafa notið þjónustunnar. Tengill á könnunina er hér að neðan:
https://www.surveymonkey.com/s/CD8FGBP
Lesa meira
11.03.2014
Nú er búið að uppfæra félagatalið okkar á vefnum.
Þrátt fyrir mikla yfirlegu og að reynt sé að skrá allar breytingar jafnóðum og leiðrétta villur, þá virðast alltaf einhverjar
villur slæðast með. Vinsamlegast skoðið félagatalið og sendið ábendingar um villur til vefstjóra (eyglob@unak.is) og Elínborgar formanns félaga- og útbreiðslunefndar (elinborg27@gmail.com) sem
fyrst.
Lesa meira
28.02.2014
Nýjasta eintakið af Strengthening the Buzz er komið á vefinn. Hér er
slóðin.
Lesa meira
27.02.2014
Margrét Albertsdóttir, sem var ein af stofnfélögum Betadeildar, lést mánudaginn 24. febrúar á Dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin
störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Guð blessi Margréti Albertsdóttur.
Lesa meira
25.02.2014
Nú er farin af stað samkeppni um að semja söng fyrir DKG. Allar „tónlistarkonur“ innan samtakanna eru hvattar til þátttöku. Nánari
upplýsingar eru í viðhengi!
Lesa meira
22.02.2014
Dr. Linda Eller, vefstjóri alþjóðasambandsins, hefur tekið saman stuttar leiðbeiningar sem útskýra hvernig vefur alþjóðasambandsins er
uppbyggður og skipulagður. Þær má nálgast á þessari slóð.
Lesa meira
10.02.2014
En invitasjon til alle gode DKG søstre på Island som kan forstå nordisk.
Delta deildin í Noregi stendur fyrir málþingi, í samvinnu við landssamband DKG í Noregi, í Bærum rétt fyrir utan Oslo, 15. mars
næstkomandi. Nánari upplýsingar á norska vefnum.
Lesa meira
02.02.2014
Nú er fyrsta eintakið af Euforia 2014 komið á vefinn á þessari slóð.
Lesa meira
21.01.2014
Í tengslum við þing alþjóðasambandsins næsta sumar býður Educational Foundation upp á
„Seminar in Purposeful living“. Ráðstefnan er haldin í Ft. Wayne, Indiana dagana 23.-26. júlí (þingið sjálft hefst 28.
júlí). Hægt er að skrá sig hér, en skráningarfrestur er
til 1. maí. Nánari upplýsingar hér.
Lesa meira