Fréttir

Fleiri bækur úr smiðju DKG kvenna

Aðalheiður Skarphéðinsdóttir félagi í Lambdadeild, grafíklistakona og myndlistarkennari var einnig að gefa út bók á dögunum í félagi við eiginmann sinn. Bókin er ljóðabók fyrir börn og heitir Ljúflingsljóð. Lárus Jón Guðmundsson eiginmaður Aðalheiðar orti ljóðin og Aðalheiður myndskreytti. Hægt er að skoða sýnishorn úr bókinni á vefnum. Við óskum þeim til hamingju með bókina!
Lesa meira

Rauðar rósir

Á Evrópuráðstefnunni í Amsterdam síðastliðið sumar fengum við kynningu á verkefni sem verið er að vinna hjá DKG í Eistlandi. Margarita Hanschmidt fyrrverandi landssambandsforseti DKG í Eistlandi er í forsvari fyrir þessu verkefni sem felst í því að virkja atvinnulausar rússneskar konur sem búa í Eistlandi en eru í raun utan við samfélagið þar sem þær tala ekki eistnesku og hafa litla tekjumöguleika. En þessar konur eru mjög handlagnar og Margarita kom með nokkrar rósir sem þær höfðu saumað. Við vorum þó nokkrar sem keyptum rósir af henni í Amsterdam.
Lesa meira

Fleiri fulltrúar frá Evrópu

Rétt er að geta þess að í viðbót við þær Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Marianne Skardeus voru tvær aðrar evrópskar konur tilnefndar í stjórn alþjóðasambandsins. Það eru þær Gisela Baronin von Engelhardt frá Þýskalandi og Kathrin Hodgson frá Bretlandi sem hafa verið tilnefndar í  Finance Committee. Við óskum þeim einnig til hamingju!
Lesa meira

Uppstillingarnefnd alþjóðasambandsins hefur lokið störfum

Uppstillingarnefnd alþjóðasambandsins hefur nú lokið störfum og búið er að birta listann yfir hvaða konur verða í stjórn alþjóðasambandsins. Það er ánægjulegt að tilkynna að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Alfadeild er tilnefnd í uppstillingarnefndina. Við óskum Sjöfn til hamingju með það :-)
Lesa meira

Auður Torfadóttir í Etadeild hlýtur alþjóðlega viðurkenningu FIPLV

Alþjóðleg samtök tungumálakennara, The International Federation of Language Teacher Associations (FIPLV), sem hefur aðsetur í París, veittu Auði Torfadóttur formanni Etadeildar og fyrrverandi dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands, alþjóðleg verðlaun samtakanna fyrir árið 2013. Þetta var ákveðið á fundi samtakanna fyrir skemmstu.  STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi (http://stil-is.weebly.com/) tilnefndu Auði til verðlaunanna vegna margvíslegra starfa hennar í þágu tungumálakennslu á Íslandi.
Lesa meira

Golden Gift sjóðurinn

Minnt er á að umsóknarfrestur til að sækja um styrk til að sitja leiðtoganámskeið Golden Gift sjóðsins rennur út 1. desember 2013. Námskeiðið er haldið í Austin, Texas dagana 29. júní-11. júlí 2013. Allar konur sem hafa verið 3 ár eða lengur í samtökunum hafa rétt til að sækja um.
Lesa meira

Iota systur á „rífandi siglingu“ ... :-)

Það er ekki ofsögum sagt að þær Iotasystur séu á „rífandi siglingu“ þessa dagana. Auk þess að standa fyrir ráðstefnunni „Á flekamótum“ á morgun, 26. október 2013, þá var í dag að koma út bók eftir eina þeirra, Soffíu Vagnsdóttur. Bókin heitir Trommur og töfrateppi og er innihaldið tónlistarnámsefni fyrir börn. Við óskum Soffíu og öllum Iotasystrum innilega til hamingju.
Lesa meira

„Bleikur mánuður“

Í tilefni af „Bleika mánuðinum“ dreifir Krabbameinsfélagið „Skilaboðum til kvenna“. Þar eru konur hvattar til að vera vel meðvitaðar um hvað hver og ein kona getur gert til að koma í veg fyrir krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að með heilbrigðum lífsstíl megi koma í veg fyrir þriðja hvert krabbamein. Kynnum okkur málið!
Lesa meira

Nýtt EuForia

Októberhefti Euforia er komið á vefinn ásamt yfirliti yfir fyrirlestrana sem haldnir voru í Amsterdam síðastliðið sumar.
Lesa meira

Frá vefstjóra

Svo virðist vera sem sífellt sé verið að færa til upplýsingar og síður á alþjóðasambandsvefnum og breytast upplýsingar þar „hraðar en vindurinn“ :-) Sérstaklega á þetta við núna eftir að vefurinn þeirra var uppfærður. Ég bið ykkur því að sýna „óvirkum tenglum“ þangað ákveðinn skilning. Ég reyni að uppfæra þessa tengla jafnóðum og ég rekst á þá en þetta er þó nokkur vinna og ekki framkvæmd svona einn, tveir og þrír!!. Endilega hjálpið mér líka við þessa vinnu og látið mig vita um brotna tengla jafnóðum og þið rekist á þá.
Lesa meira