Fréttir

Nýtt Euforia komið á vefinn

Júní- heftið af Euforia er komið á vefinn. Þar má finna kynningar á nýjum landsambandsforsetum á Evrópusvæðinu, umfjöllun um landsambandsþing nokkurra landsambanda ásamt ýmsu fleira efni.
Lesa meira

Facebook hópur

Í dag bjó ég til lokaðan hóp á Facebook fyrir okkur DKG konur á Íslandi (tengillinn er hér neðst í veftrénu til visntri). Þetta er lokaður hópur en þó ekki lokaðri en svo að allir meðlimir eiga að geta bætt öðrum DKG konum inn í hópinn. Hópnum er ætlað að vera vettvangur fyrir óformlega samskipti okkar DKG kvenna á milli. Látið þetta endilega berast okkar á milli og vonandi höfum við eitthvert gagn og gaman af :-) Eygló vefstjóri
Lesa meira

Spurningakönnun vegna Evrópuráðstefna

Á vef alþjóðasambandsins er nú könnun í gangi um ýmsa þætti sem lúta að framkvæmd svæðaráðstefna (í okkar tilfelli Evrópuráðstefna). Endilega farið á vefinn og svarið þessum örfáu spurningum sem í könnuninni eru. Þið finnið hana á þessari slóð: http://www.surveymonkey.com/S/CX2JSSN  
Lesa meira

Þórunn Bergsdóttir í Betadeild látin

Þórunn Bergsdóttir, ein úr hópi stofnfélaga Betadeildar lést aðfararnótt laugardagsins 11. maí eftir erfið veikindi. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Þórunni Bergsdóttur.
Lesa meira

Skýrslur deilda og nefnda

Skýrslur deilda og nefnda frá síðustu tveimur starfsárum  (2011–2013) er komin á vefinn.
Lesa meira

Dagskránni flýtt

Við vekjum athygli ykkar á því að dagskránni á landsambandsþinginu á laugardaginn hefur verið flýtt um hálftíma. Dagskráin hefst sem sé klukkan 9:30 í stað 10:00 sem hafði áður verið auglýst.
Lesa meira

Strenghtening the Buzz

Maí/Júní eintakið af Strenghtening the Buzz, fréttabréfi Communication and Publicity nefndarinnar, var að fara á vefinn rétt í þessu. Það finnst  undir Útgáfumál
Lesa meira

Orð til umhugsunar – Bryndís Guðmundsdóttir

Á sameiginlegum fundi Alfa- og Þetadeilda í apríl flutti Bryndís Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ, orð til umhugsunar.  Bryndís hefur gefið ritnefnd DKG leyfi til að birta þennan áhugaverða pistil svo félagskonur í öllum deildum fái notið og fylgir hann hér með ásamt myndum frá fundinum.
Lesa meira

Svana Friðriksdóttir hlýtur DKG Scolarship

Svana Friðriksdóttir í Gammadeild fékk fyrir nokkrum dögum úthlutað DKG Scolarship og óskum við henni hjartanlega til hamingju. Þetta minnir okkur á það að vera duglegar að sækja um þá styrki sem í boði eru hjá samtökunum, en þeir eru allnokkrir. Fræðast má nánar um styrkina á þessari síðu.
Lesa meira

Nýtt eintak af EuForia

Nýtt eintak af EuForia var að fara inn á vefinn okkar. Ritið er að þessu sinni helgað 5 ára afmæli landsambandsins í Eistlandi.
Lesa meira