23.01.2013
Einn er sá styrkur sem lítill gaumur hefur verið gefinn hjá okkur hér á íslenska DKG svæðinu, en það er Lucile Cornetet styrkurinn. Sá styrkur er á vegum Delta Kappa Gamma Educational
Foundation og er tvískiptur. Annar hluti hans styrkir landsambönd og svæði (regions) til að standa fyrir menntandi ráðstefnum, hinn hluti
sjóðsins (og sá sem er spennandi kostur fyrir DKG konur sem einstaklinga) styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators )
til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other
non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi.
Lesa meira
21.01.2013
Minnt er á að frestur til að sækja um úthlutun úr íslenska námsstyrkjasjóðnum er til 1. mars 2013. Allar nánari
upplýsingar má fá á síðunni um námsstyrkjasjóðinn.
Lesa meira
18.01.2013
Um leið og Delta Kappa Gamma systur í Connecticut senda okkur fréttabréfið sitt senda þær einnig þakkarkveðjur fyrir
samúðina og stuðninginn sem þeim var sýndur í tengslum við fjöldamorðin í skólanum í Newtown.
Lesa meira
16.01.2013
Reglugerð landsambandsins er ósamþykkt,
en samþykkt var á landssambandsþinginu 2011 að gefa deildum kost á athugasemdum við hana áður en hún verður borin upp til samþykktar
á landsambandsþinginu 2013. Nú er fresturinn til að koma með þessar athugasemdir alveg að renna út, eða þann 4. febrúar
næstkomandi. Félagskonur þurfa því að hafa hraðar hendur ef ætlunin er að nýta þetta tækifæri. Reglugerðina er að finna hér á vefnum og athugasemdum skal koma til Auðar Torfadóttur á netfangið audurtorfa@gmail.com.
Lesa meira
15.01.2013
Aðalfundur Landssambands Delta Kappa Gamma árið 2013 verður haldinn á Hótel Heklu á Skeiðum, örstutt frá Selfossi,
helgina 4. - 5. maí næstkomandi. Formenn, vinsamlega minnið ykkar deildarkonur á að taka daginn frá og
fjölmenna. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Hittumst hressar og stillum saman strengi okkar.
Stjórn landssambandsins.
Lesa meira
15.01.2013
Delta Kappa Gamma systur í Bretlandi halda landsambandsþing sitt 23. mars næstkomandi og eru DKG systur hvaðanæva að velkomnar. Meðfylgjandi eru
upplýsingaskjöl um þingið: „Poster“ og bæklingur.
Lesa meira
15.01.2013
Við minnum á að umsóknarfrestur um International Scholarship styrkinn er til 1. febrúar. Styrkurinn er fyrir félagskonur sem hyggja á framhaldsnám og þurfa
þær að hafa verið virkar í samtökunum í þrjú ár og vera komnar með staðfestingu á námsumsókn. Doktorsnemar
ganga að öllu jöfnu fyrir um þennan styrk.
Ef þú uppfyllir skilyrðin, drífðu
þá í að fylla út umsókn!
Lesa meira
09.01.2013
Fréttabréf Eta State í North Carolina er komið á vefinn á þessari slóð:
http://www.deltakappagamma.org/NC/ESNWinter12-13.pdf
Lesa meira
01.01.2013
Í dag, 1. janúar 2013, sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Í
þeim hópi var Ingibjörg Einarsdóttir félagi í Gammadeild en hún hlaut orðuna fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni
grunnskólanema en Ingibjörg er ein af
frumkvöðlum „Stóru upplestrarkeppninnar“ sem haldin er ár hvert í grunnskólum landsins.
Lesa meira
17.12.2012
Voðaverkin sem framin voru í Sandy Hooks barnaskólanum í Newtown, Connecticut í Bandaríkjunum hafa varla farið fram hjá neinum. Forseti
Evrópuforum, Marika Heimbach, sendi eftirfarandi bréf fyrir okkar hönd til Marnee Straiton, landsambandsforseta í Connecticut:
Lesa meira