01.11.2012
Þann 14. október síðastliðinn var DKG landsamband stofnað í Japan, það átjánda í röðinni. Af því tilefni
sendi landssambandsforseti okkar heillaóskir til Japan og fékk eftirfarandi svar:
Lesa meira
29.10.2012
Búið er að ákveða dagskrá gönguferðanna fyrir október og nóvember. Farið verður frá Nauthól, eins og alltaf, kl. 17:30
alla þriðjudaga. Það er, 30.okt. og í nóv. - 06. - 13. - 20. - 27. Margrét Jónsdóttir íþróttakennari
leiðir gönguna.
Í desember og janúar tökum við frí frá gönguferðunum en förum síðan yfir stöðuna. Allar DKG konur eru hvattar til að
drífa sig í skóna, setja á sig húfuna og koma í skemmtilega klukkutíma gönguferð og hitta aðrar DKG konur.
Lesa meira
23.10.2012
Þær systur okkar í Oregon State eru búnar að birta fréttabréfið sitt þetta haustið og er hægt að nálgast það
á þessari slóð: http://www.deltakappagamma.org/OR/oretrail/Fall2012TrailColor.pdf
Lesa meira
07.10.2012
Haustfréttabréf Kappa State í Arkansas er komið á vefinn með nýjustu fréttum. Það má nálgast á þessari slóð: :
Lesa meira
07.10.2012
Næsta ferð hjá gönguhóp er 9. október næstkomandi klukkan 17:30. Þetta er tilraun og bara skemmtilegt fyrir þær sem geta mætt, en
látið þetta berast. Til stendur að fá sér súpu saman á Nauthól eftir gönguna og spjalla saman.
Þær sem mættu síðastliðinn þriðjudag nutu þess að ganga saman , þrátt fyrir hvassviðrið.
Lesa meira
05.10.2012
Til hamingju með daginn kennarar!
Í dag, 5. október er alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að
tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að
við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi:
Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.
Hér má lesa hugleiðingar forseta alþjóðasambandsins í tilefni
dagsins.
Lesa meira
03.10.2012
Nýjasta eintakið af Euforia er komið á vefinn! Vakin er athygli á örstuttri kynningu um Evrópuþingið
næsta sumar sem fylgir með blaðinu.
Lesa meira
03.10.2012
Landssöfnun Rauða krossins "Göngum til góðs" fyrir börn í neyð fer fram 6. október. Auðvelt er að leggja málinu lið með
því að gerast sjálfboðaliði í rúma klukkustund.
Lesa meira
01.10.2012
Þá er komið að því. Margrét Jónsdóttir íþróttakennari er tilbúin að spássera með okkur DKG
konur um Öskjuhlíðina, einu sinni í viku og láta okkur gera nokkrar sveiflur í leiðinni.
Fyrsta gönguferðin verður farin miðvikudaginn 03. október klukkan 17:30 frá Nauthóli í Nauthólsvík. Í
þeirri gönguferð verður ákveðið, hvernig framhaldinu verður háttað.
Lesa meira
25.09.2012
Í nýjasta hefti Bulletin
blaðsins er að finna viðtal Dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur í Alfadeild við Dr. Allyson Mcdonald prófessor á Menntavísindasviði
Háskóla Íslands. Viðtalið ber heitið Learning and Living Internationally . . . With a Finger on the Future og er að finna á bls. 49.
Lesa meira