11.11.2012
Síðastliðið sumar var alþjóðasambandsþing DKG haldið í New York. Þingið sátu níu konur frá Íslandi.
Guðbjörg Sveinsdóttir í Þetadeild, gjaldkeri landssamtakanna, var ein af þessum konum. Hún hefur nú tekið saman stuttan og
fræðandi pistil um ferðina sem gaman er að kynna sér.
Lesa meira
02.11.2012
Á fyrsta fundi Betadeildar þetta haustið var ákveðið að nefna þema vetrarins: „Konur fræða konur“.
Ætlunin er að vinna út frá 7. markmiði samtakanna sem hljóðar svona: Að fræða félagskonur um það sem efst er á
baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri
þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.
Lesa meira
02.11.2012
Konur úr Alfa deild lögðu land undir fót og heimsóttu Þeta deildar konur þann 1.
nóvember. Þær létu engar veðurspár aftra sér frá skemmtilegu ferðalagi og fóru saman með rútu frá Perlunni.
Lesa meira
02.11.2012
Þó enn sé bara 2. nóvember er rétt að minna á að frestur til að sækja um styrkinn International Scholarship rennur út 1.
febrúar. Alltaf er gott að hafa góðan tíma til undirbúnings slíkra umsókna því ýmis skilyrði þarf að uppfylla :-)
Lesa meira
01.11.2012
Þann 14. október síðastliðinn var DKG landsamband stofnað í Japan, það átjánda í röðinni. Af því tilefni
sendi landssambandsforseti okkar heillaóskir til Japan og fékk eftirfarandi svar:
Lesa meira
29.10.2012
Búið er að ákveða dagskrá gönguferðanna fyrir október og nóvember. Farið verður frá Nauthól, eins og alltaf, kl. 17:30
alla þriðjudaga. Það er, 30.okt. og í nóv. - 06. - 13. - 20. - 27. Margrét Jónsdóttir íþróttakennari
leiðir gönguna.
Í desember og janúar tökum við frí frá gönguferðunum en förum síðan yfir stöðuna. Allar DKG konur eru hvattar til að
drífa sig í skóna, setja á sig húfuna og koma í skemmtilega klukkutíma gönguferð og hitta aðrar DKG konur.
Lesa meira
23.10.2012
Þær systur okkar í Oregon State eru búnar að birta fréttabréfið sitt þetta haustið og er hægt að nálgast það
á þessari slóð: http://www.deltakappagamma.org/OR/oretrail/Fall2012TrailColor.pdf
Lesa meira
07.10.2012
Haustfréttabréf Kappa State í Arkansas er komið á vefinn með nýjustu fréttum. Það má nálgast á þessari slóð: :
Lesa meira
07.10.2012
Næsta ferð hjá gönguhóp er 9. október næstkomandi klukkan 17:30. Þetta er tilraun og bara skemmtilegt fyrir þær sem geta mætt, en
látið þetta berast. Til stendur að fá sér súpu saman á Nauthól eftir gönguna og spjalla saman.
Þær sem mættu síðastliðinn þriðjudag nutu þess að ganga saman , þrátt fyrir hvassviðrið.
Lesa meira
05.10.2012
Til hamingju með daginn kennarar!
Í dag, 5. október er alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að
tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að
við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi:
Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.
Hér má lesa hugleiðingar forseta alþjóðasambandsins í tilefni
dagsins.
Lesa meira