05.04.2011
Umfjöllun og myndir frá skemmtikvöldi Eta deildar á Nauthól 18. mars síðastliðinn er komin inn á vef Eta-deildar. Endilega skoðið og njótið :-)
Lesa meira
30.03.2011
Núna er dagskrá landssamabndsþingsins í vor óðum að taka á sig mynd. Búið er að birta drög að dagskrá og einnig eru komnar leiðbeiningar um skráningu. Nýjum upplýsingum verður bætt við jafnóðum
og þær berast. Fylgist með á þingsíðunni :-)
Lesa meira
26.03.2011
Nú er búið að birta dagskrá Pre-conference dagsins 2. ágúst á Evrópuráðstefnunni í Baden-Baden í sumar. Yfirskrift
dagsins er "Educational Challenges in the 21st century that teachers meet in their work". Er dagurinn stútfullur af áhugaverðum fyrirlestrum og er
ráðstefnugjaldið fyrir daginn aðeins 20 Evrur (3246 kr). Innifalið í gjaldinu er hádegismatur, kaffi og staðfesting á þátttöku.
Þær sem ætla sér að taka þátt í þessum degi þurfa að tilkynna þátttöku til Ingibjargar Jónasdóttur
(ij@host.is) fyrir 31. maí 2011.
Nánar má lesa um dagskrána hér.
Lesa meira
25.03.2011
Aðalfundur Skottanna og árs afmæli verður haldinn föstudaginn 25. mars kl. 17-19 í kjallara Hallveigarstaða, Túngötu 14
Lesa meira
14.03.2011
Vakin er athygli á því að nú er fullbókað í öll einstaklingsherbergi sem í boði voru frá og með sunnudeginum 31.
ágúst á College í Sudbadische Sportschule þar sem ráðstefnan í Baden–Baden er haldin. Enn er hægt að bóka í
einstaklingsherbergi frá og með miðvikudaeginum 3. ágúst og einhver tveggja manna herbergi eru laus, en þeim fer óðum fækkandi.
Ýmsir aðrir gistimöguleikar eru í boði og má nálgast upplýsingar um þá helstu hér.
Lesa meira
14.03.2011
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn ágripi á vinnustofur (Pre–conference) 2. ágúst í Baden–Baden rennur
út á morgun 15. mars 2011. Yfirskrift þessa dags er: „Haven’t you heard, Miss, us boys don’t read“
Sjá nánar í
bréfi frá formanni Forumnefndarinnar.
Lesa meira
13.03.2011
Eftirfarandi póstur var að berast í tengslum við Evrópuráðstefnuna í Baden–Baden:
The March/April Regional editions of DKG NEWS have been uploaded to the main DKG website. Go to http://www.dkg.org/ >Library>click the
box for DKG NEWS. The Europe edition contains the
forms for registration, college accommodation, tours, and details of all block-booked hotels. All bookings should be made electronically.
Lesa meira
07.03.2011
Minnum á gönguhópinn sem ætlar að hittast þriðjudaginn 8.mars við Ásmundarsafn kl. 17,30.
Lesa meira
26.02.2011
Mánudaginn 21. febrúar hófst lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu á rás eitt. Þetta er árlegur
viðburður en í fyrsta sinn eru það ungmenni sem sjá um lesturinn eða nánar tiltekið 25 verðlaunahafar úr Stóru
upplestrarkeppninni.
Lesa meira
25.02.2011
Tíminn líður hratt og það er nauðsynlegt að ákveða fljótlega með ferðina á þingið í sumar.
Ódýrustu einstaklingsfargjöldin eru um 60 þúsund. Við erum búnar að biðja um hóptilboð hjá Flugleiðum og fáum að
vita um kostnaðinn á mánudaginn. Þeir geta útvegað rútuferð til Baden Baden frá Frankfurt.
Lesa meira