10.05.2011
Upplýsingafundur vegna Evrópuþingsins í Baden Baden verður haldinn í Perlunni 11. maí klukkan 17:00.
Rætt verður um skráningu á þingið, hópferðina og smiðjurnar sem eru á undan þinginu.
Lesa meira
02.05.2011
Síðasti dagur skráningar á landssambandsþingið er þriðjudagurinn 3. maí.
Sjá nánar
Lesa meira
28.04.2011
Ný deild, Mýdeild var stofnuð á Norðurlandi 26. apríl síðastliðinn, nánar tiltekið í Þelamerkurskóla. Ingileif
Ástvaldsdóttir skólastjóri tók á móti formanni útbreiðslunefndar, Ingibjörgu Einarsdóttur og forseta landssambandsins
Ingibjörgu Jónasdóttur klukkan rúmlega sex og með atðstoð Ingibjargar Auðunsdóttur var matsal skólans breytt í
hátíðarsal. Ingibjörg Einarsdóttir kom klifjuð rauðum rósum sem hún hafði keypt nálægt sumarbústað sínum austur
í sveitum.
Lesa meira
11.04.2011
Núna eru komnar nánari upplýsingar um dagskrána á
landsambandsþinginu 6.–8. maí næstkomandi. Einnig hefur verðið verið lækkað á
ýmsum liðum er tengjast þinghaldinu frá því sem fyrst var auglýst. Vonandi verður það til þess að enn fleiri konur sjá
sér fært að mæta á þingið.
Lesa meira
05.04.2011
Umfjöllun og myndir frá skemmtikvöldi Eta deildar á Nauthól 18. mars síðastliðinn er komin inn á vef Eta-deildar. Endilega skoðið og njótið :-)
Lesa meira
30.03.2011
Núna er dagskrá landssamabndsþingsins í vor óðum að taka á sig mynd. Búið er að birta drög að dagskrá og einnig eru komnar leiðbeiningar um skráningu. Nýjum upplýsingum verður bætt við jafnóðum
og þær berast. Fylgist með á þingsíðunni :-)
Lesa meira
26.03.2011
Nú er búið að birta dagskrá Pre-conference dagsins 2. ágúst á Evrópuráðstefnunni í Baden-Baden í sumar. Yfirskrift
dagsins er "Educational Challenges in the 21st century that teachers meet in their work". Er dagurinn stútfullur af áhugaverðum fyrirlestrum og er
ráðstefnugjaldið fyrir daginn aðeins 20 Evrur (3246 kr). Innifalið í gjaldinu er hádegismatur, kaffi og staðfesting á þátttöku.
Þær sem ætla sér að taka þátt í þessum degi þurfa að tilkynna þátttöku til Ingibjargar Jónasdóttur
(ij@host.is) fyrir 31. maí 2011.
Nánar má lesa um dagskrána hér.
Lesa meira
25.03.2011
Aðalfundur Skottanna og árs afmæli verður haldinn föstudaginn 25. mars kl. 17-19 í kjallara Hallveigarstaða, Túngötu 14
Lesa meira
14.03.2011
Vakin er athygli á því að nú er fullbókað í öll einstaklingsherbergi sem í boði voru frá og með sunnudeginum 31.
ágúst á College í Sudbadische Sportschule þar sem ráðstefnan í Baden–Baden er haldin. Enn er hægt að bóka í
einstaklingsherbergi frá og með miðvikudaeginum 3. ágúst og einhver tveggja manna herbergi eru laus, en þeim fer óðum fækkandi.
Ýmsir aðrir gistimöguleikar eru í boði og má nálgast upplýsingar um þá helstu hér.
Lesa meira
14.03.2011
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn ágripi á vinnustofur (Pre–conference) 2. ágúst í Baden–Baden rennur
út á morgun 15. mars 2011. Yfirskrift þessa dags er: „Haven’t you heard, Miss, us boys don’t read“
Sjá nánar í
bréfi frá formanni Forumnefndarinnar.
Lesa meira