08.03.2011
Í ársbyrjun sameinaðist UNIFEM þremur systurstofnunum innan Sameinuðu þjóðanna. Þessi nýja stofnun hefur hlotið nafnið UN Women
eða UN Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women og tekur stofnunin formlega til starfa á alþjóðavísu 24. febrúar næstkomandi.
Lesa meira
18.03.2011
Föstudaginn 18. mars ætla DKG systur í Reykjavík og nágrenni að skemmta sér saman. Skemmtikvöldið verður haldið á
Nauthól og hefst klukkan 19:00. Veislustjóri verður Kristín Ólafsdóttir.
Lesa meira
05.02.2011
Á morgun, sunnudaginn 6. febrúar 2011, er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu
samtök sín. Í fréttum RUV í gær (4. feb. 2011) var viðtal við leikskólabörn á Akureyri sem voru að útdeilda
gleðisteinum í tilefni dagsins. Fréttamaður spurði litla stúlku hvað það þýddi að fá svona stein.
Lesa meira
02.02.2011
Stjórn landssambands Delta Kappa Gamma á Íslandi auglýsir einn styrk úr Námsstyrkjasjóði starfsárið 2010–2011.
Styrkupphæð er kr. 100 þúsund og skal styrkurinn veittur félagskonu vegna vinnu við meistaraprófs- eða doktorsverkefni eða vegna verkefnis sem
unnið er í sambærilegu framhaldsnámi.
Lesa meira
31.01.2011
2. ágúst verður svokallaður Pre-Conference dagur á Evrópuþinginu í Baden Baden sem haldið verður 3.–6.
ágúst í sumar. Yfirskrift dagsins er – Educational Challenges in the 21st century. “Haven’t you heard, Miss, us boys don’t
read”. Óskað er eftir ábendingum um áhugaverð verkefni og/eða fyrirlesara.
Lesa meira
30.01.2011
Skoðið alþjóðasíðu DKG http://www.dkg.org/, hún er uppfærð reglulega. Nú er t.d. minnt
á eindaga vegna styrkja.
Lesa meira
29.01.2011
Gönguhópurinn hittist við Ráðhúsið þriðjudaginn 25. janúar og var rölt um miðbæinn í þoku og úðarigningu,
en yndislega mildu veðri. Þó ekki værum við margar þá vorum við sammála um að þetta hafi verið nærandi
bæði á sál og líkama. Næsta ganga verður þriðjudaginn 15. febrúar og munum við hittast aftur við Ráðhúsið
í Reykjavík kl. 17:30.
Lesa meira
21.01.2011
Öðlingurinn 2011 er árveknisátak í þágu jafnréttis. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21.
janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á
Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, http://www.odlingurinn.is/
Lesa meira
13.01.2011
Á forsíðu vefs alþjóðasambandsins eru núna komnar myndir frá Íslandi og ef smellt
er á þær, ræsist upp síða þar sem fjallað er um Ísland og DKG á Íslandi og á henni eru tenglar í ýmsar
síður sem fjalla um Ísland.
Pistilinn mun Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir í Alfadeild hafa tekið saman. Sennilega er þetta fyrsti pistillinn af fleirum þar sem fjallað verður um
þau lönd og/eða fylki sem eiga aðild að Delta Kappa Gamma. Það verður spennandi að fylgjast með!
Lesa meira
08.01.2011
Ingibjörg Jónasdóttir landssambandsforseti og Sigrún Klara Hannesdóttir afhentu UNICEF það sem safnaðist hjá DKGkonum í verkefnið
Schools for Africa í desember. Sjá nánar um verkefnið http://dkg.muna.is/is/moya/page/afrikuverkefnid og á vef
UNICEF http://unicef.is/node/856
Lesa meira