05.02.2010
Fyrsti fundur á nýju ári verður haldinn að Grand Hóteli, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 18-21. Takið daginn frá en nánari
dagskrá kemur innan tíðar.
Lesa meira
27.01.2010
Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna þarf að gera breytingar á fundardegi 3. febrúar.Fundurinn verður færður eitthvað aftar
í febrúar. Upplýsingar um fundardag og efni munu berast ykkur fljótlega. Einnig mun marshópurinn skipta við febrúarhópinn og annast
undirbúning fundar. Við vonum að þessar litlu tilfærslur komi ekki að sök.
Lesa meira
16.12.2009
Hinn árlegi jólafundur Eta-deildar verður haldinn á heimili Stefaníu 16. desember kl. 18:00.
Lesa meira
01.12.2009
Gönguhópur DKG hóf göngu sína 3. nóvember. Margrét
Jónsdóttir í Gammadeild mun leiða hópinn. Ákveðið er að hittast við Perluna fyrsta þriðjudag í mánuði kl
17:30– 18:30. Allar DKG konur eru velkomnar hvar á landinu sem þær búa.
Lesa meira
25.10.2009
Þá fer að líða að fundi tvö í vetur. Sá verður haldinn fimmtudaginn 29.
október kl. 18:30 en þá mun Guðrún Hrefna taka á móti okkur í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Dagskrá má finna
hér.
Lesa meira
10.09.2009
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Verslunarskóla Íslands mánudaginn 21. september kl. 18:30. Markmið fundarins er að efla innbyrðis tengsl
okkar. Sjá dagskrá hér.
Lesa meira
03.04.2009
Verður vor í lofti þann 28. apríl? Þess skulum við óska því
á Árbæjarsafni er yndislegt þegar tekur að hlýna. Þar mun Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður og félagi
í Kappadeild taka á móti okkur Eta konum. Við skoðum nokkur hús og sýningar og borðum síðan í Dillonshúsi. Það er
engin önnur en Marenza Poulsen sem sér um að framreiða en hún segir: ,,Við erum með mjög gott salat með
marineruðum kjúklingi og heimabökuðum brauðum á 1950 krónur á mann, ég mæli alveg með því, og er það
góð máltíð. Við erum með vínveitingar ef þið hafi áhugað á léttvínsglasi.“
Yfir matnum gefst okkur kostur á að spyrja Guðnýju Gerði út í starf
Kappadeildar.
Mæting kl. 18.
Látið vita (rlund@ismennt.is), ja því ekki
núna fyrir páska, annars er hætta á að það gleymist.
Þessi fundur er skipulagður af hópi innan Etadeldar vinnur að því að efla
tengsl við konur í öðrum deildum. Í honum eru Jóhanna Einarsdóttir, Ósa Knútsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Rannveig Lund.
Lesa meira
26.02.2009
Mæting við Gerðuberg kl. 18:00
Dagskrá:
1. Gönguferð um nágrennið í góðra kvenna
hópi frá 18.10-18.50
2. Gerðuberg: Fundur
settur
3. Orð til umhugsunar: Þórunn Blöndal
4. Fiskréttur frá Gallerí fiski (sem rekur núna
kaffiteríuna í Gerðubergi). Verð: 2000 kr. Hægt verður þess utan að kaupa kaffi og
tertusneið.
5. Kynni Eta-systra treyst.
Verkefni:
Í tengslum við síðasta liðinn eru konur beðnar um að TAKA MEÐ SÉR EINN EÐA TVO
HLUTI/MYNDIR sem tengjast lífi þeirra og lýsa með einhverjum hætti persónu þeirra.
Við reiknum með að ljúka fundinum á bilinu 20.30-21.
KONUR ERU BEÐNAR AÐ TILKYNNA UM ÞÁTTTÖKU SÍNA (AF
EÐA Á) Í SÍÐASTA LAGI
SUNNUDAGINN 1. MARS: stinagus@hi.is
Nauðsynlegt vegna matarins.
Lesa meira
12.01.2009
Boðað er til fundar í Etadeild miðvikudaginn 21.janúar kl.18.00 í
veitingastaðnum Thorvaldsen bar, Austurstræti 8.
Pantaður er á hópinn rétturinn Chicken masala, sem kostar kr. 1690. Þær sem
vilja geta sérpantað rétt dagsins (fiskur) á kr. 1990. Kaffið kostar kr.
300. Látið vita fyrirfram ef þið veljið fiskinn, annars er kjúklingurinn
sjálfvalinn.
Vinsamlegast tilkynnið Guðrúnu Hrefnu (gudhre@simnet.is) um mætingu fyrir
mánudaginn 19. janúar.
Fundurinn er skipulagður af nefnd sem á að sjá um að finna verkefni utan
deildar til að vinna að.
Lesa meira
13.11.2008
Upplýsingar um niðurröðun í hópa og fundi vetrarins eru komnar inn. Það má finna undir "Starfsemin" - "Vetrardagskrá".
Lesa meira