Fréttir

Afmælisfundur þriðjudaginn 10. október

Sælar kæru Etasystur. Hér koma aðeins ítarlegri upplýsingar um afmælisfundinn þriðjudaginn 10. október. Stefnan er sett á Eyrarbakka og heimsókn í Bakkastofu þar sem húsráðendur Ásta Kristrún og Valgeir taka á móti okkur í stássstofunni og segja okkur m.a. hvað leiddi þau á Bakkann. Þar trúi ég að við verðum "leiddar" inn í það andrúmsloft sem ríkti "i den" og getum skálað og notið eigin léttra veiga ef vill !
Lesa meira

Fundur fimmtudaginn 16. mars í Hannesarholti kl. 18-20

Næsti fundur í Etadeild hefur verið færður til fimmtudags 16. mars og verður í Hannesarholti kl. 18 -20 !
Lesa meira

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 26. janúar í Hannesarholti

Kæru Etasystur Okkur í undirbúningshópi er heiður að því að boða ykkur til fundar í Hannesarholti næstkomandi fimmtudag. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:30. Við ætlum að sitja saman yfir góðri fiskisúpu og spjalli.
Lesa meira

Jólafundur Etadeildar, mánudaginn 28. nóvember kl. 18:00 í Víðihlíð 33.

Kæru Etasystur. Jólafundurinn okkar er á næsta leiti og hér koma lokaupplýsingar. Eftir að formaður hefur sett fund upp úr 18:00 og kveikt á kertum, taka þær Sigríður og Vigdís við og ræða bókina Elsku Drauma mín og þær reikna með spurningum og umræðum. Þær verða með eintök af bókinni til sölu (kr. 5800) en þær geta aðeins tekið við peningum. Að þessu loknu verða veitingar: snittur frá Jómfrúnni og glas af víni/gosi. Þetta gera kr. 3500 á mann sem greiðast á staðnum. Það þarf að staðgreiða Jómfrúnni og þess vegna skiptir máli að upphæðin innheimtist á fundinum. Það má bæta því við að það verður hægt að kaupa viðbótarglas af víni ef einhver vill. VÍðihlíð 33 er endaraðhús nálægt neðri innkeyrslu í götuna og það verða útikerti til að vísa veginn. Farsími Auðar er 8696043 ef einhver villist. Við hlökkum til að gleðjast með ykkur. Góðar kveðjur, Undirbúningshópur
Lesa meira

Fundur í Etadeild verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 18:00-20:30 í Norðlingaskóla

Fundur í Etadeild Fundur verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 18:00-20:30 í Norðlingaskóla, Árvaði 3, 110 Reykjavík - á annari hæð, í Ystu-Hólum sem er kaffistofa starfsfólks. Dagskrá: 1. Fundur settur, kveikt á kertum 2. Orð til umhugsunar - Hafdís Sigurgeirsdóttir 3. Starfsánægja, lífsfylling - Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá SHJ ráðgjöf flytur fyrirlestur. Sigríður Hulda er með meistarapróf í náms- og starfsráðgjöf og er nú í MBA námi við HÍ. Hún á og rekur fyrirtækið SHJ ráðgjöf (sjá heimasíðuna www.shjradgjof.is og SHJ ráðgjöf á facebook) en þar er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustað og aðra hópa, m.a. varðandi starfsánægju, samvinnu eininga, leiðir til að takast á við breytingar, lykilatriði í þjónustu og fleira
Lesa meira

Aðalfundur Etadeildar miðvikudaginn 31. ágúst 2016 klukkan 18:00 – 20:30 haldinn á Sólon við Bankastræti (efri hæð).

Aðalfundur Etadeildar miðvikudaginn 31. ágúst 2016 klukkan 18:00 – 20:30 haldinn á Sólon við Bankastræti (efri hæð) 1. Dagskrá: Fundur settur- skipun fundarstjóra og ritara 2.  Gestur fundarins  - Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og ráðgjafi flytur okkur orð til umhugsunar 3. Léttur kvöldverður – salat eða súpa 4. Aðalfundarstörf Skýrsla formanns – fyrirspurnir Skýrsla gjaldkera – fyrirspurnir Kosning stjórnar uppstillingarnefnd gerir grein fyrir störfum sínum  5. Ávarp formanns  6. Fundi slitið  Léttur kvöldverður  - í boði er val á milli þriggja rétta :  1. Kjúklingasalat 200 0 krónur 2. Grískt salat  2000 krónur 3. Súpa 1200 krónur 4. Vínglas 1000 krónur Með kærum kveðjum og von um góða fundarsókn, Bryndís, Anna Sigríður, Kristín Helga, Magnea, Stefanía Valdís Athugið bílastæði í bílastæðahúsi gegnt Þjóðleikhúsi ! 
Lesa meira

Fundur fimmtudaginn 28. apríl 2016, kl.18:00

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 28. apríl 2016, kl. 18:00-20:30 í sal á 2. hæð í Kaffi Sólon (horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis) Dagskrá: 1. Fundur settur, kveikt á kertum – Bryndís Guðmundsdóttir 2. Orð til umhugsunar – Sophie Kofoed-Hansen 3. „Þegar siðmenningin fór fjandans til“ – Gunnar Þór Bjarnason, verðlaunahafi íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka segir okkur frá efni úr bók sinni. 4. Léttur kvöldverður, leikir og umræður. Fundarstjóri er Bryndís Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Möller ritar fundargerð Hægt er að kaupa mat af matseðli með 10% afslætti. Einfaldast er ef hægt er að panta fyrirfram fyrir hópinn, t.d. Cesarsalat (kr. 2.890 – 10%), eða Grískt salat (kr. 2.290 – 10%). Gott að konur tilgreini hvort þær velji annað hvort salatið og þá hvort um leið og þær tilkynna komu sína, helst fyrir 25. apríl, á netfangið gudhre@gmail.com. Hlökkum til að sjá ykkur, Undirbúningsnefndin stóra (Anna, Auður, Björg, Bryndís, Brynhildur, Eyrún, Guðrún, Ingibjörg, Sophie og Þórunn)  
Lesa meira

Fundur þriðjudaginn 8.mars, kl.18:00-20:30, HR, stofa V102

Fundur þriðjudaginn 8. mars 2016, 18.00 – 20.30  Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, stofa V102 Dagskrá: Setning Núvitund: Ásdís Olsen fjallar um Mindfulness (núvitund og hugarþjálfun) í léttum dúr  Orð til umhugsunar: Kristín Á. Ólafsdóttir Önnur mál Fundi slitið Klukkan 19:30 verður farið yfir á Nauthól þar sem verður boðið upp á súpu og brauð og kaffi á eftir. Verðið er: 2.800 krónur Hópur 4:  Kristín Ágústa, Auður T, Ingibjörg S, Ragnheiður, Ragnhildur, Sif, Tanya
Lesa meira

Fundur fimmtudaginn 28. janúar 2016 klukkan 18:00

Næsti fundur Eta - deildar verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2016 og hefst stundvíslega kl 18:00 í fyrirtækinu Sjávarklasinn Grandagarði 16. Dagskrá:  1. Kynning á starfssemi Sjávarklasans. Hjörtur Emilsson mun kynna klasann og leiða okkur um svæðið 2. Fundur settur  3. Orð til umhugsunar, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir 4. Inntökuathöfn. Bryndís formaður stjórnar  5. Önnur mál 6. Fundi slitið Að fundi loknum förum við á veitingastaðinn Coocoo´s  Nest sem er þarna mjög nálægt og fáum okkur súrdeigspizzu eða salat  sem kostar á bilinu kr. 1890 -2400 og njótum þess að borða saman og eflum félagsandann.
Lesa meira

Gleðilegt ár og þakka ykkur samstarf og samveru á liðnu ári.

Gleðilegt ár, kæru Etasystur!  Ég minni á næsta fund sem er dagsettur skv. vetraráætlun Etadeildar -  fimmtudaginn 28. janúar kl. 18:00 - 20:30 !!  Haustið þaut hjá með ógnarhraða og óveðurságjöf og náðum við aðeins einum fundi í lok september. Góður fundur og áhugavert umræðuefni. Meðfylgjandi er fundargerðin, en allar fundargerðir getið þið nálgast á heimasíðu DKG. Nóvemberfundur var felldur niður vegna nálægðar við 40 ára afmælishátíð DKG, sem tókst með miklum ágætum, áhugaverðum fyrirlestrum og skemmtilegri samveru í lokin. Fréttir frá þeim degi sem og aðrar fréttir er einnig að finna á heimasíðunni (www. dkg.muna.is) og svo á fésbókinni :-)   Óviðráðanlegar veðuraðstæður komu því miður í veg fyrir að við gætum haldið jólafundinn okkar svo sannarlega má því segja að kominn sé tími á fund í Etadeild. Vonandi næst góð fundarsókn hjá okkur á vormisseri. Við stefnum á einn fund til viðbótar þeim sem eru á áætlun (í stað nóvemberfundar) og hugsanlega eina óvænta uppákomu :-) Nánar síðar.   Nánari upplýsingar um janúarfundinn munu berast ykkar fljótlega frá undirbúningshópnum (hópur 3). Með góðum kveðjum f.h., stjórnar Bryndís 
Lesa meira