Fréttir

Sigrún Aðalbjarnardóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Á gamlársdag, var Gammadeildarkonan Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar. Við óskum henni innilega til hamingju og er hún vel að riddarakrossinum komin. 
Lesa meira

Ráðstefna í Washington DC

Í tengslum við alþjóðasambandsþingið í New York í sumar verður haldin ráðstefna í „Purposeful Living“  í Washington DC fyrir DKG konur. The Delta Kappa Gamma Educational Foundation styrkir ráðstefnuna og er þema hennar: „ A Capital Experience“. Ráðstefnan verður haldin 19.–22. júlí, en alþjóðasambandsþingið sjálft stendur yfir 24.–28. júlí. Séð verður um að keyra þátttakendur á milli borganna.  Hámarksfjöldi þátttakenda er 250 og „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Búið er að opna fyrir skráningu og verða þeir sem áhuga hafa að skrá sig fyrir 1. maí 2012. Nánari upplýsingar má fá á þessari síðu.
Lesa meira

Educational Foundation með nýja heimasíðu

Vakin er athygli á því að síðunni Educator Edge hefur nú verið lokað og búið er að opna nýja síðu í staðinn undir nafninu The Delta Kappa Gamma Educational Foundation á slóðinni http://www.dkgef.org/
Lesa meira

Fréttabréfið komið á vefinn

Nú er haustfréttabréfið okkar 2011 komið á vefinn og má nálgast það hér. Vegna mistaka vantar upplýsingar um starf nokkurra deilda á þessu hausti í fréttabréfið, m.a. frá Betadeild, en hér má nálgast umfjöllun um starf hennar.
Lesa meira

Vorþing 28. apríl – takið daginn frá

Nú liggur fyrir að vorþing DKG verður haldið síðustu helgina í apríl, (laugardaginn 28.) í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.  Dagskráin verður auglýst síðar. 
Lesa meira

International scholarship – frestur til 1. febrúar

Minnt er á að frestur til að sækja um International Scholarship er til 1. febrúar 2012. Þær félagskonur sem stunda framhaldsnám eða hyggjast gera það á næstunni ættu að íhuga vel þennan möguleika. Á þessari síðu má fræðast um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að vera hæfur umsækjandi, og almennt um styrkinn má lesa hér. Stjórn International Scholarship hefur tekið saman nokkrar ráðleggingar til deilda varðandi þennan styrk og má nálgast þær hér.
Lesa meira

Golden Gift sjóðurinn –umsóknarfrestur rennur út 1. des

Við minnum á að frestur til að sækja um styrk úr Golden Gift Fund sjóðnum fyrir sumarið 2012 rennur út 1. desember. Sjóðurinn styrkir félagskonur til að sækja Leadership/Management Seminar sem haldið  er annað hvert ár í höfuðstöðvum samtakanna í Austin, Texas og stendur yfir í tvær vikur. Nánar má lesa um Goden Gift Fund á þessari slóð og einnig eru ráðleggingar hér.
Lesa meira

Tilnefningar fyrir árið 2012

Á vef alþjóðasambandsins má núna sjá hvaða konur hafa verið tilnefndar til að taka við embættum á vegum alþjóðasambandsins  árið 2012 og lesa örstutta kynningu á þeim.
Lesa meira

Vígdís Finnbogadóttir opnar málstofu um menntun stúlkna og kvenna

Málstofa um menntun stúlkna og kvenna á 36. aðalráðstefnu Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, í París hófst formlega fimmtudaginn 27. október síðastliðinn.  Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands opnaði málstofuna með fyrirlestri en hún er velgjörðarsendiherra Unesco og ráðgjafi framkvæmdastjóra Unesco, Irinu Bokovu.
Lesa meira

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. 
Lesa meira