13.02.2012
Fengum eftirfarandi sent til kynningar:
Dear friends, We are holding our Biennial Seminar next March the 3rd. Please spread the invitation among the members of your State, especially those who speak Spanish. They
would be the most welcome!
Lesa meira
08.02.2012
Delta Kappa Gamma systur í Svíþjóð halda landssambandsþing sitt í Linköping 21.–22. apríl næstkomandi. Þær
bjóða allar Delta Kappa Gamma systur hjartanlega velkomnar. Nánari upplýsingar um þingið má fá hér.
Lesa meira
25.01.2012
Fyrir áhugasama má benda á að nýjasta eintak fréttabréfs DKG systra okkar í Bretlandi er komið á vefinn. Það má
nálgast með því að smella hér.
Lesa meira
25.01.2012
Nú nýlega tók Oddný G. Harðardóttir meðlimur í Þetadeild við embætti fjármálaráðherra og er fyrsta konan til
að gegna því embætti. Hún er einnig fyrsta konan til að vera formaður fjárlaganefndar Alþingis. Þetasystur eru að vonum stoltar af sinni
konu og sendum við þeim og ekki hvað síst Oddnýju sjálfri árnaðaróskir með embættið og óskum henni alls hins besta í
framtíðinni.
Nánar um menntun og fyrri störf Oddnýjar má sjá á vef
Alþingis.
Lesa meira
23.01.2012
Á gamlársdag, var Gammadeildarkonan Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar. Við óskum henni innilega til hamingju og er hún vel að riddarakrossinum komin.
Lesa meira
21.01.2012
Í tengslum við alþjóðasambandsþingið í New York í sumar verður haldin ráðstefna í „Purposeful Living“
í Washington DC fyrir DKG konur. The Delta Kappa Gamma Educational Foundation styrkir ráðstefnuna og er þema hennar: „ A Capital
Experience“. Ráðstefnan verður haldin 19.–22. júlí, en alþjóðasambandsþingið sjálft stendur yfir 24.–28.
júlí. Séð verður um að keyra þátttakendur á milli borganna.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 250 og „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Búið er að opna fyrir skráningu og verða þeir sem áhuga hafa að skrá sig fyrir
1. maí 2012. Nánari upplýsingar má fá á þessari síðu.
Lesa meira
09.01.2012
Vakin er athygli á því að síðunni Educator Edge hefur nú verið lokað og búið er að opna nýja síðu í
staðinn undir nafninu The Delta Kappa Gamma Educational Foundation á slóðinni http://www.dkgef.org/
Lesa meira
19.12.2011
Nú er haustfréttabréfið okkar 2011 komið á vefinn og má nálgast það hér. Vegna mistaka vantar upplýsingar um starf
nokkurra deilda á þessu hausti í fréttabréfið, m.a. frá Betadeild, en hér má nálgast umfjöllun um starf hennar.
Lesa meira
14.12.2011
Nú liggur fyrir að vorþing DKG verður haldið síðustu helgina í apríl, (laugardaginn 28.) í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu í Reykjavík. Dagskráin verður auglýst síðar.
Lesa meira
14.12.2011
Minnt er á að frestur til að sækja um International Scholarship er til 1. febrúar 2012. Þær félagskonur sem stunda framhaldsnám eða hyggjast
gera það á næstunni ættu að íhuga vel þennan möguleika. Á þessari síðu má fræðast um hvaða skilyrði þarf
að uppfylla til að vera hæfur umsækjandi, og almennt um styrkinn má lesa hér.
Stjórn International Scholarship hefur tekið saman nokkrar ráðleggingar til deilda varðandi þennan styrk og má nálgast þær hér.
Lesa meira