Fréttir

Golden Gift sjóðurinn –umsóknarfrestur rennur út 1. des

Við minnum á að frestur til að sækja um styrk úr Golden Gift Fund sjóðnum fyrir sumarið 2012 rennur út 1. desember. Sjóðurinn styrkir félagskonur til að sækja Leadership/Management Seminar sem haldið  er annað hvert ár í höfuðstöðvum samtakanna í Austin, Texas og stendur yfir í tvær vikur. Nánar má lesa um Goden Gift Fund á þessari slóð og einnig eru ráðleggingar hér.
Lesa meira

Tilnefningar fyrir árið 2012

Á vef alþjóðasambandsins má núna sjá hvaða konur hafa verið tilnefndar til að taka við embættum á vegum alþjóðasambandsins  árið 2012 og lesa örstutta kynningu á þeim.
Lesa meira

Vígdís Finnbogadóttir opnar málstofu um menntun stúlkna og kvenna

Málstofa um menntun stúlkna og kvenna á 36. aðalráðstefnu Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, í París hófst formlega fimmtudaginn 27. október síðastliðinn.  Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands opnaði málstofuna með fyrirlestri en hún er velgjörðarsendiherra Unesco og ráðgjafi framkvæmdastjóra Unesco, Irinu Bokovu.
Lesa meira

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. 
Lesa meira

Á rauðum sokkum – baráttukonur segja frá

Í byrjun nóvember kemur út hjá Háskólaútgáfunni og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) bókin Á rauðum sokkum – baráttukonur segja frá. Í bókinni segja tólf konur frá starfi sínu með Rauðsokkahreyfingunni fyrstu ár hennar. Þar af eru tvær konur úr Gammadeild, þær Gerður G. Óskarsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir og ein úr Etadeild, Elísabet Gunnarsdóttir.
Lesa meira

Hvernig gerum við Ísland að paradís kynjajafnréttis?

Hugmyndaþing íslensku kvennahreyfingarinnar verður haldið að Hallveigarstöðum 22. október 2011 kl. 13 - 17:30. Boðað er til þingsins af Skottunum, nú ári eftir að konur sýndu enn á ný gríðarlegan samstöðumátt sinn á Kvennafrídegi. Þennan kraft viljum við virkja baráttunni til framdráttar í framtíðinni.
Lesa meira

Enn eiga íslenskar DKG systur greinar í Bulletin

Það er gaman að geta þess að  enn á ný eiga íslenskar DKG systur greinar í Bulletin blaðinu, en í haustheftinu eru greinar eftir þær Jóhönnu Einarsdóttur í Gammadeild og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur í Alfadeild. 
Lesa meira

Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni

Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Borgarbókasafnið vinna saman að verkefninu Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni. Verkefnið felst í því að aðstoða grunnskólanemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku með heimalærdóminn. Verkefnið hefur verið styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og Menntaráði. 
Lesa meira

Dr. Sigríður Valgeirsdóttir er látin

Dr.  Sigríður Valgeirsdóttir er látin.  Sigríður var einn af stofnfélögum Delta-Kappa-Gamma á Íslandi og félagi í Alfadeild.  Hún hefur alla tíð unnið mikið starf fyrir samtökin hér á landi.  Á landssambandsþinginu á Reykjanesi í vor var hún gerð að heiðursfélaga.  Félagskonur minnast hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti landssambandsins
Lesa meira

Umsóknir um Speaker Fund fyrir 15. september

Þann 15. september rennur út frestur til að sækja um að komast á skrá fyrirlesara í „International Speakers Fund“. International Speakers Fund gerir landssamböndum kleift að fá til sín fyrirlesara frá öðrum landssamböndum því sjóðurinn styrkir fyrirlesara innan samtakanna til fyrirlestrahalds.
Lesa meira