Fréttir

Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni

Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Borgarbókasafnið vinna saman að verkefninu Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni. Verkefnið felst í því að aðstoða grunnskólanemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku með heimalærdóminn. Verkefnið hefur verið styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og Menntaráði. 
Lesa meira

Dr. Sigríður Valgeirsdóttir er látin

Dr.  Sigríður Valgeirsdóttir er látin.  Sigríður var einn af stofnfélögum Delta-Kappa-Gamma á Íslandi og félagi í Alfadeild.  Hún hefur alla tíð unnið mikið starf fyrir samtökin hér á landi.  Á landssambandsþinginu á Reykjanesi í vor var hún gerð að heiðursfélaga.  Félagskonur minnast hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti landssambandsins
Lesa meira

Umsóknir um Speaker Fund fyrir 15. september

Þann 15. september rennur út frestur til að sækja um að komast á skrá fyrirlesara í „International Speakers Fund“. International Speakers Fund gerir landssamböndum kleift að fá til sín fyrirlesara frá öðrum landssamböndum því sjóðurinn styrkir fyrirlesara innan samtakanna til fyrirlestrahalds.
Lesa meira

Framkvæmdaráðsfundur 3. september

Ný stjórn Delta Kappa Gamma minnir á framkvæmdaráðsfund sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 3. september og hefst hann klukkan 09:00. 
Lesa meira

Dr. Linda Darling Hammond í Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 1. september nk. klukkan 15 mun Dr. Linda Darling Hammond prófessor í menntavísindum við Stanford-háskóla og leiðandi í mótun menntastefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum flytja fyrirlestur sem nefnist MENNTUN OG KENNSLA Á 21. ÖLD (Teaching and Learning for the 21st Century). Fyrirlesturinn fer fram í í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu og er öllum opinn.
Lesa meira

„Íslandsdagur

Laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn héldu Eistar upp á það að 20 ár eru liðin síðan þeir endurheimtu sjálfstæði sitt. Íslendingar voru fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þeirra og í tilefni af því var haldinn svokallaður „Íslandsdagur" í Eistlandi þann 21. ágúst.
Lesa meira

Our thoughts are in Norway

Our thoughts and sympathies are with our DKG sisters in Norway and with everyone who has been affected by the terrible attack on Norway, Friday July 22, 2011. We take part in your grief, and we wish you strength.
Lesa meira

Íslenskar DKG systur með greinar í Bulletin blaðinu

Það er sérlega ánægjulegt að tilkynna að tvær íslenksar DKG systur, þær  Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir í Alfadeild, eiga nú greinar í sumarheftinu af Bulletin blaðinu. Við óskum þeim Ingibjörgu og Sigrúnu Klöru innilega til hamingju!
Lesa meira

Vorfréttabréfið komið á vefinn

Vorfréttabréfið er nú komið á vefinn og má nálgast það undir Útgáfumál hér á vinstri hliðarvængnum.
Lesa meira

Kveðja frá Carolyn Rants

Eftirfarandi kveðja hefur borist frá Carolyn Rants fráfarandi forseta alþjóðasambandsins en hún heiðraði landssambandsþingið með nærveru sinni: Dear Iceland DKG Friends, I enjoyed meeting so many of you at the Iceland State Convention.  It was an excellent convention and Iceland is to be congratulated for its fine work.  A special congratulations and welcome to the new members of Lambda and Mu chapters. Thank you for your hospitality and friendship. Carolyn Rants  
Lesa meira