03.07.2011
Það er sérlega ánægjulegt að tilkynna að tvær íslenksar DKG systur,
þær Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir
í Alfadeild, eiga nú greinar í sumarheftinu af Bulletin blaðinu. Við óskum þeim
Ingibjörgu og Sigrúnu Klöru innilega til hamingju!
Lesa meira
23.06.2011
Vorfréttabréfið er nú komið á vefinn og má nálgast það undir Útgáfumál
hér á vinstri hliðarvængnum.
Lesa meira
17.05.2011
Eftirfarandi kveðja hefur borist frá Carolyn Rants fráfarandi forseta alþjóðasambandsins en hún heiðraði landssambandsþingið með
nærveru sinni:
Dear Iceland DKG Friends,
I enjoyed meeting so many of you at the Iceland State Convention. It was an excellent convention and Iceland is to be congratulated for its fine work. A special congratulations and
welcome to the new members of Lambda and Mu chapters.
Thank you for your hospitality and friendship.
Carolyn Rants
Lesa meira
11.05.2011
Enn eru fjögur sæti laus í hópferðina til Baden–Baden. Flogið verður til Frankfurt og þarf að greiða fargjaldið fyrir 20. maí.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Alfadeild (sjofn@ismennt.is) í síma 898-0094 gefur nánari upplýsingar um hvernig
staðið er að greiðslum.
Skráningu á
ráðstefnuna sjálfa (72 Evrur) þarf svo að vera lokið fyrir 1. júlí. Eftir þann tíma hækkar skráningargjaldið í 108
Evrur.
Lesa meira
10.05.2011
Á aðalfundi samtakanna sem haldinn var sunnudaginn 8. maí 2011 var ný stjórn samtakanna kjörin til næstu tveggja ára.
Stjórnina skipa:
Sigríður Ragna Sigurðardóttir í Alfadeild forseti.
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir í Etadeild 1.varaforseti
Steinunn Ármannsdóttir í Alfadeild 2. varaforseti
Stefanía Arnórsdóttir í Gammadeild ritari
Helga Guðmundsdóttir í Zetadeild meðstjórnandi
Lesa meira
10.05.2011
Landssambandsþing DKG fór fram um síðustu helgi eða nánar tiltekið 7.–8. maí 2011 í Reykjanesbæ. Þingið þótti
takast afar vel. Þingið hófst með setningu klukkan 9:00 á laugardagsmorgninum og var dagskrá allan daginn til klukkan 16:00. Mörg áhugaverð erindi
um skólastarf vítt og breitt um landið voru flutt og var gerður góður rómur að dagskránni.
Lesa meira
10.05.2011
Upplýsingafundur vegna Evrópuþingsins í Baden Baden verður haldinn í Perlunni 11. maí klukkan 17:00.
Rætt verður um skráningu á þingið, hópferðina og smiðjurnar sem eru á undan þinginu.
Lesa meira
02.05.2011
Síðasti dagur skráningar á landssambandsþingið er þriðjudagurinn 3. maí.
Sjá nánar
Lesa meira
28.04.2011
Ný deild, Mýdeild var stofnuð á Norðurlandi 26. apríl síðastliðinn, nánar tiltekið í Þelamerkurskóla. Ingileif
Ástvaldsdóttir skólastjóri tók á móti formanni útbreiðslunefndar, Ingibjörgu Einarsdóttur og forseta landssambandsins
Ingibjörgu Jónasdóttur klukkan rúmlega sex og með atðstoð Ingibjargar Auðunsdóttur var matsal skólans breytt í
hátíðarsal. Ingibjörg Einarsdóttir kom klifjuð rauðum rósum sem hún hafði keypt nálægt sumarbústað sínum austur
í sveitum.
Lesa meira
11.04.2011
Núna eru komnar nánari upplýsingar um dagskrána á
landsambandsþinginu 6.–8. maí næstkomandi. Einnig hefur verðið verið lækkað á
ýmsum liðum er tengjast þinghaldinu frá því sem fyrst var auglýst. Vonandi verður það til þess að enn fleiri konur sjá
sér fært að mæta á þingið.
Lesa meira