Fréttir

Íslenskar DKG systur með greinar í Bulletin blaðinu

Það er sérlega ánægjulegt að tilkynna að tvær íslenksar DKG systur, þær  Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir í Alfadeild, eiga nú greinar í sumarheftinu af Bulletin blaðinu. Við óskum þeim Ingibjörgu og Sigrúnu Klöru innilega til hamingju!
Lesa meira

Vorfréttabréfið komið á vefinn

Vorfréttabréfið er nú komið á vefinn og má nálgast það undir Útgáfumál hér á vinstri hliðarvængnum.
Lesa meira

Kveðja frá Carolyn Rants

Eftirfarandi kveðja hefur borist frá Carolyn Rants fráfarandi forseta alþjóðasambandsins en hún heiðraði landssambandsþingið með nærveru sinni: Dear Iceland DKG Friends, I enjoyed meeting so many of you at the Iceland State Convention.  It was an excellent convention and Iceland is to be congratulated for its fine work.  A special congratulations and welcome to the new members of Lambda and Mu chapters. Thank you for your hospitality and friendship. Carolyn Rants  
Lesa meira

Fjögur sæti laus til Baden–Baden

Enn eru fjögur sæti laus í hópferðina til Baden–Baden. Flogið verður til Frankfurt og þarf að greiða fargjaldið fyrir 20. maí. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Alfadeild (sjofn@ismennt.is) í síma 898-0094 gefur nánari upplýsingar um hvernig staðið er að greiðslum. Skráningu á ráðstefnuna sjálfa (72 Evrur) þarf svo að vera lokið fyrir 1. júlí. Eftir þann tíma hækkar skráningargjaldið í 108 Evrur. 
Lesa meira

Ný stjórn samtakanna

Á aðalfundi samtakanna sem haldinn var sunnudaginn 8. maí 2011 var ný stjórn samtakanna kjörin til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa:  Sigríður Ragna Sigurðardóttir í Alfadeild forseti.  Brynhildur Anna Ragnarsdóttir í Etadeild 1.varaforseti Steinunn Ármannsdóttir í Alfadeild 2. varaforseti  Stefanía Arnórsdóttir í Gammadeild ritari Helga Guðmundsdóttir í Zetadeild meðstjórnandi 
Lesa meira

Að afloknu landssambandsþingi

Landssambandsþing DKG fór fram um síðustu helgi eða nánar tiltekið 7.–8. maí 2011 í Reykjanesbæ. Þingið þótti takast afar vel. Þingið hófst með setningu klukkan 9:00 á laugardagsmorgninum og var dagskrá allan daginn til klukkan 16:00. Mörg áhugaverð erindi um skólastarf vítt og breitt um landið voru flutt og var gerður góður rómur að dagskránni. 
Lesa meira

Upplýsingafundur fyrir þær sem ætla á Evrópuþingið

Upplýsingafundur vegna Evrópuþingsins í Baden Baden verður haldinn í Perlunni 11. maí klukkan 17:00.   Rætt verður um skráningu á þingið, hópferðina og smiðjurnar sem eru á undan þinginu.
Lesa meira

Síðasti dagur skráningar

Síðasti dagur skráningar á landssambandsþingið er þriðjudagurinn 3. maí.  Sjá nánar
Lesa meira

Við bjóðum nýjar konur velkomnar í samtökin

Ný deild, Mýdeild var stofnuð á Norðurlandi 26. apríl síðastliðinn, nánar tiltekið í Þelamerkurskóla. Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri tók á móti formanni útbreiðslunefndar, Ingibjörgu Einarsdóttur og forseta landssambandsins Ingibjörgu Jónasdóttur klukkan rúmlega sex og með atðstoð Ingibjargar Auðunsdóttur var matsal skólans breytt í hátíðarsal. Ingibjörg Einarsdóttir kom klifjuð rauðum rósum sem hún hafði keypt nálægt sumarbústað sínum austur í sveitum.
Lesa meira

Nánari dagskrá komin á vefinn

Núna eru komnar nánari upplýsingar um dagskrána á landsambandsþinginu 6.–8. maí næstkomandi. Einnig hefur verðið verið lækkað á ýmsum liðum er tengjast þinghaldinu frá því sem fyrst var auglýst. Vonandi verður það til þess að enn fleiri konur sjá sér fært að mæta á þingið.
Lesa meira