Næsti fundur verður á Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl
19.04.2009
Næsti fundur Zetadeildar verður á Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl kl. 18.00
Við hittumst á bílaplani við Selskóg kl. 18.00. Förum síðan í stutta göngu í Selskógi.
Verði breytingar á þessum áformum verða send út skilaboð um það.
Kl. 19.00 er kvöldverður á Kaffi Nielsen og þar snæðum við humarsúpu og nýbakað brauð.
Verð kvöldverðar er 1500 kr.
Á fundinum verður Elín Jónsdóttir tekin inn í deildina. Við munum ræða landsþingið og fleira.
Vonast til að sjá ykkur allar á fundinum.
Með vorkveðju,
Jarþrúður.