Aðalfundur 15. ágúst 2024

Aðalfundur Z-deildar DKG árið 2024
Haldinn 15.08.2024 á Stöðinni Hafnargötu 2, Seyðisfirði.
Um skipulag fundar sá stjórn þær: Unnur Óskardóttir, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Jórunn Sigurbjörnsdóttir.
Mættar á fundinn eru: Brynja Garðarsdóttir, Hrefna Egilsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Jórunn Siguurbjörnsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Helga Steinsen og undirrituð Unnur Óskarsdóttir.
Gerðir fundarins eru eftirfarandi:
-Unnur Óskarsdóttir setur fund kl 17:06 og býður félagskonur velkomnar á Aðalfund, sem upphaflega átti að halda í byrjun júní en þá voru félagskonur þegar farnar á vit sumarsins. Því var sú ákvörðun trekin af stjórn og gjalkera að fresta Aðalfundi fram í ágúst, enda er mæting sérlega góð hér í dag.
-Ólafía Þórunn kveikir á kertum vináttu, trúmensku og hjálpsemi.
-Jórunn Sigurbjörnsdóttir les markmið félagsins.
-Þá flytur Unnur fundarkonum kveðju frá Guðrúnu, Björgu og Steinunni Lilju sem ekki gátu verið með okkur í dag. Eins óskar hún eftir því að fundurinn verði óformlegur að því leiti að undirrituð gleymdi að óska eftir fundarstjóra. Unnur fer yfir dagskrá Aðalfundar sem er hér að neðan.
-Unnur Óskarsdóttir flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárin 2022 -2023 og 2023 – 2024
-Helga Guðmundsdóttir, gjaldkeri z – deildar fór yfir fjárhag deildarinnar. En deildin á 37.619 kr og félagsgjöd er greidd voru á árinu voru: 140.000 sem greiðast beint til Landsambandsin Delta Kappa Gamma. Þegar því er lokið þá standa afgangs til að standa straum af kostnaði við kaup á kertum, rósum og örður sem til fellur .37.619 kr.
-Helga leggur til að á meðan eigið fé er yfir 24.000 krónur sé ekki þörf á að rukka hærri félagsgjöld en nemur greiðslu til landsambandsins, sú tillaga er samþykkt.
-Unnur kynnir tillögu að stjórn fyrir næsta tímabil en 2024 – 2026, þær sem láta af stjórnarstörfum nú eru Unnur Óskarsdóttir sem hefur setið í yfir tvö ár í stjórn og Jórunn Sigurbjörnsdóttir sem setið hefur í tvö ár, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir situr áfram í stjórn í eitt ár. Auk hennar gefur Rut Magnúsdóttir skost á sér í stjórn og þá vantar eina með þeim í stjórn og gefur Brynja Garðarsdóttir kost á sér hér og nú. Ólafía Þórunn mun sitja í stjórn sem formaður amk í eitt ár. Unnur færir henni nælu formanns, sem tilheyrir Z-deild. Við klöppum fyrir þessum frábæru konum og óskum þeim velfarnaðar í stjórn
-Unnur sagði frá því að Helga Guðmundsdóttir gefi áfram kost á sér til starfa sem gjaldkeri og biður fundargesti að klappa fyrir því.
Önnur mál:
-Helga Steinsen, segir okkur frá því að hér áður var í stjórn bæði formaður og varaformaður sem svona var gert ráð fyrir að taki við formennsku eftir fráfarandi formann. Í dag veit undirrituð ekki betur en í stjórn er formaður, ritari og meðstjórnandi, og svo er gjaldkeri félgasins sem ekki situr stjórnarfundi nema til undirbúnings Aðalfuni.
-Þá ræðum við fámennið í okkar z- deild og minnum á að það má taka inn nýjar konur þó ekki sé á sérstökum inntökufundi, það eru nú þegar þrjár konur sem hafa fengið samþykki fráfarandi stjórnar og verða teknar inn við fyrsta tækifæri.
-farið er yfir það hvernig hægt er að halda fundi hér í fjórðungnum þó svo við hittumst ekki endilega í raun, þar sem veður og vindar hindra oft akstur yfir háar heiðar og fjöll, frá október og fram í apríl lok.
- Unnur minnir okkur á að ef nælur hafa glatast eða og brotnað þá er hægt að senda póst á gjaldkera landsambandsins og kaupa sér þar nælu.
- nú er málum Aðalfundar lokið og gefur Unnur Hauki Óskarsyni orðið en hann hefur græjað fyirr fundargesti grænmetismat sem er kjúklingabauna karrý með kínóa, flestar fá einnig góða skeið af sultuðu beikoni á réttinn, sem smakkast sérlega vel með nýbökuðu brauði smjöri og gakamole.
Gott spjall skapast yfir matnum og er það sérlega gott þar sem langt er frá því allar hittust síðast.
Ólafía slekkur á kertum og fráfarandi formaður Unnur segir fundi slitið kl 18:50
Fundinn ritaði Unnur Óskarsdóttir.
 
 
 
 
 

Síðast uppfært 25. ágú 2024