Vorfundur 7. júní 2023.

Vorfundur í zeta deild 

Fundur í verkmenntaskóla Austurlands miðvikudag 7.júní kl 17:00.

Helga Steinsen setur fund kveikir á kertum og les markmið félagsins

Rut les fundargerð síðasta fundar 

Átta konur sitja fundinn og kynna þær sig fyrir gestgjafa okkar henni Eydísi Ásbjörnsdóttur skólastjóra Verkmenntaskóla Austurlands  sem situr fundinn með okkur 

Björg Þorvaldsdóttir er með orð til umhugsunar í dag sem eru um geðorðin 10 💖

Góð umræða um handleiðslu í kjölfarið í hópnum. Mikil þörf er á handleiðslu í og fyrir starfsfólk grunnskóla .

Fundurinn ætti að hvetja til samtals um málefnið í samfélagi kennara. Að þessu loknu er fundi formlega slitið.

Þá fær gestgjafinn okkar hún Eydís Ásbjörnsdóttir orðið og fræðir okkur um starfsemi Verkmenntaskóla Austurlands.

Við fengum þar mjög góða innsýn í starf og starfsemi skólans meðal annars sagði Eydís okkur frá því að Nemendur í 8-10 bekk úr Fjarðarbyggð fá kynningu á iðngreinum hálfan dag í viku í átta vikur. 

Nú verður nemendum úr Múlaþingi einnig boðið í kynningar heimsókn 

Á liðnu skólaári voru 150 nemendur í daskóla og sami fjöldi er í fjarnámi víðsvegar af landinu.

Eydís segir opna braut vinsælasta.

Fundargerð ritar:

Unnur Óskarsdóttir.

 


Síðast uppfært 09. okt 2023