Fundargerð 26. október 2022.

Fundur í Zetadeild Delta Kappa Gamma miðvikudaginn 26. okt. 22 haldinn í „Hommahöllinni“ í Neskaupstað var áður nefnt Sigfúsarhús.

Mættar: Björg, Brynja, Guðrún Ás., Helga Guðm, Hrefna, Jórunn, Ólafía, Ruth, Sigga Dís, Steinunn, Unnur.

Dagskrá:

Steinunn setti fund.

Brynja kveikti á kertum og las markmiðin.

Sigga Dís var með þriggja mínútna erindið. Hún sagði frá námskeiði sem var um hvernig æskilegt væri að taka á ofbelti.  Fyrirlesarinn var Arnrún Magnúsdóttir og erindið Fræðsla en ekki hræðsla. Hún fjallaði um það að við þyrftum að vera með forvarnir gegn ofbeldi strax á leikskólaaldri. Fræða börn um ofbeldi væri jafnmikilvægt og að fræða þau um umferðareglurnar. Spunnust um það góðar umræður.

Unnur formaður sagði frá ferð á formannafund Delta Kappa Gamma. Hún sagðist hafa lært mikið um félagsskapinn sem hún vissi ekki áður og talaði um að nota fésbókarsíðuna okkar og upplýsa okkur um ýmislegt sem þar kom fram. Við erum fámennasta félagið innan DKG og hvatti hún okkur til að vera duglegar að bjóða konum með okkur á fundi. Í vor yrði svo inntökufundur og hefðu þær þá veturinn til að ákveða hvort þær hefðu áhuga á að ganga í félagið.

Hjónin Hákon Hildibrand og Hafsteinn Hafsteinsson sáu um fræðsluna í þetta sinn. Hákon leiddi okkur um húsið, sem er frá 1894. Þeir hafa umbylt húsinu og reynt að halda í það gamla sem hægt var t.d þurfti að fjarlægja mörg lög af gólfdúk áður en upprunalegu gólffjalirnar komu í ljós. Húsið er alveg sérlega fallegt. Það eru 5 gestaherbergi í húsinu og þangað koma gestir og dvelja til lengri eða skemmri tíma. Þeir hugsa þetta sérstaklega fyrir Hinsegin fólk lesbíur, homma o.s.frv. eða einhverja sem eru að fjalla um þann heim.

Hafsteinn er mikill listamaður og mikill teiknari bæði á pappír og í tölvu. Hann hefur teiknað og skrifað nokkrar bækur og ein „Enginn sá hundinn“ var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og þýdd á ensku og dönsku. Hann sagði frá sinni listsköpun og sýndi okkur skissubækurnar sínar o.fl. Hann hefur líka verið með skapandi námskeið í tengslum við Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Í lokin fengum við heimalagaða fiskisúpu, nýbakað brauð, kaffi og hjónabandssælu.

Heim fóru allar saddar og sælar eftir frábæran og skemmtilegan fund.

Fundargerð ritaði:
Steinunn Aðalsteinsdóttir.


Síðast uppfært 09. nóv 2022