Fundur í Zetadeild 12. maí 2013
Fundur haldinn á Skriðuklaustri 12. maí 2013.
Mættar eru:
Anna Margrét, Björg, Halldóra Helga M., Hildur, Hrefna, Kristín, Sigríður Herdís, Ruth, Steinunn, Guðrún Ásgeirsdóttir (gestur) og Guðný Elísdóttir (gestur).
Dagskrá:
Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir sá um fræðslu á Skriðuklaustri, á sýningu í aðalsal. Að því loknu fór hópurinn með Ólöfu Sæunni að skoða rústir Skriðuklaustursins.
Steinunn setti síðan fundinn í hliðarsal við veitingarstaðinn.
Kristín Hlíðkvist var með orð dagsins. Hún las fyrir okkur upplýsingar um mæðradaginn sem einmitt er 12. maí. Hún gerði orð Guðrúnar Bergmann um móður sína að sínum orðum. Hún ræddi um það sem mæðrum finnst besta gjöfin á mæðradaginn, þ.e. að börnin þeirra séu heilbrigð og er það sammerkt með öllum mæðrum í heiminum.
Sigríður Herdís sagði frá Landsambandsþingi DKG 2013 sem haldið var á Hótel Heklu en hún fór þangað ásamt Jórunni.
Þá sagði Steinunn jafnframt gestum okkar frá DKG samtökunum og hlutverki samtakanna.
Fleira var ekki fært til bókar.
Hildur Magnúsdóttir
Síðast uppfært 12. maí 2017