Fundargerð 18. maí 2017

6. fundur Zeta deildar DKG 18.5.2017, haldinn á Hildebrand Hótel í Neskaupstað, í umsjá Helgu St. og Hildar Völu.

Mættar: Helga St., Hildur Vala, Harpa, Ruth, Kristín, Jórunn, Steinunn, Björg og Halldóra. Gestur fundarins var Guðrún Jónsdóttir frá Austurbrú.

Hildur Vala kveikti á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu. Hún las einnig markmið DKG okkur til upprifjunar.

Halldóra flutti orð til umhugsunar og fjallaði um nýlokið landsþing DKG sem haldið var á Akureyri 5.-6. maí sl. Hún lýsti upplifun sinni af þinginu og greindi frá fjölbreyttri starfsemi samtakanna. Hún hvatti konur til að vera duglegri að sækja það sem í boði væri á vegum DKG.

Helga St. las fundargerð síðasta fundar.

Kristín Hlíðkvist, gjaldkeri lagði fram reikningsyfirlit fyrir 2016-2017. Staða reiknings er kr:4798. Þetta er ekki góð staða og var samþykkt að hver kona leggi fram 2500 krónur inn á reikning félagsins til að laga fjárhagsstöðu Z deildar. Í haust greiðist svo kr: 10000, í félagsgjöld.

Helga Steinsson sagði frá Landsambandsþinginu og greindi m.a. frá nýrri stjórn sem kjörin var á aðalfundi samtakanna. Hún er skipuð eftirfarandi konum:

  • Jóna Benediktsdóttir, forseti
  • Helga M. Steinsson, 1. Varaforseti
  • Helga Halldórsdóttir, 2. Varaforseti
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir, ritari
  • Jónína Hauksdóttir, meðstjórnandi.

Stjórnin er kjörin til tveggja ára. Helga ræddi einnig starfið fram undan, bæði á landsvísu og einnig í okkar deild. E.t.v. verður Vorþing DKG haldið næsta vor hér fyrir austan.

Ýmis viðfangsefni sem deildir hafa unnið eru m.a.:

  • Útgáfa bóka, bæklinga og veggspjalda
  • Blaðaskrif um mennta- og menningarmál
  • Fræðsluerindi
  • Skoðun og umfjöllun um frumvörp til laga
  • Skoðun og umfjöllun um nýjar námskrár
  • Gagnkvæm kynni milli skólastiga og fræðslustofnanna
  • Heimsóknir í ýmsar stofnanir og á menningarviðburði
  • Bókmenntaumræða
  • Land og náttúruskoðun

Allt eru þetta góðar hugmyndir sem við getum nýtt okkur.

Jóna, nýkjörin forseti „mætti“ á fundinn á skype. Hún ræddi m.a. hvers vegna hún tók þeirri áskorun að fara fram sem forseti. Hún ákvað strax að taka því sem áskorun til að efla sjálfa sig í gegnum starfið. Það væri alltaf hægt að fá leiðsögn.

Guðrún Jónsdóttir frá Austurbrú var gestur fundarins. Hún flutti okkur fróðlegt erindi um stofnunina og hin margvíslegu verkefni sem þar eru unnin í fræðslumálum.

Þá var fundi slitið og borinn fram matur sem bragðaðist mjög vel.     Halldóra Baldursdóttir,  ritari.


Síðast uppfært 15. des 2017