26. október 2017
2. fundur Zeta deildar DKG veturinn 2017-2018 var haldinn þann 26. október á Kaffi Láru Seyðisfirði.
Fundurinn var í umsjón októberhópsins þeirra, Helgu Guðmunds, Mörtu, Hrefnu og Siggu Dísar ( sem reyndar var færð í nóvemberhópsins vegna fjarveru fyrir fund)
Þetta var kynningarfundur á DKG og var gestum boðið á fundinn. Það komu 7 gestir á fundinn, þær Petra J. Vignisdóttir, Guðmunda Vala Jónsdóttir, Margrét B. Björgvinsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Unnur Óskarsdóttir, Bára Mjöll Jónsdóttir og Brynja Garðarsdóttir.
Úr Zeta deild voru mættar ; Marta, Björg, Ruth, Harpa, Sigga Dís, Helga Guðmunds og Helga Magnea.
HM setti fundinn og SD kveikti á kertum vináttunnar, trúmennsku og hjálpsemi og HG var með orð til umhugsunar. HG ræddi um 70 ára afmæli Egilsstaðaskóla og lýsti heimsókn sinni í skólann á afmælisdaginn.
HM kynnti DKG í máli og með glærum fyrir fundargesti. Að lokum var fram borin grænmetissúpa með brauði og í fundarlok fengu allir gestir rauða rós í þakklætisskyni fyrir komuna. Októberhóp var þakkaður undirbúningurinn og framkvæmd fundarins og minnt var á hverjar væru í nóvemberhópnum þ.e. Ruth, Harpa og Sigga Dís. Þær munu velja dagsetningu en stefnt er að halda fundinn á Fáskrúðsfirði.
Fundargerð: HMS
Síðast uppfært 12. apr 2018