Fundargerð 6. nóv. 2019.
Annar fundur Z-deildar DKG veturinn 2019 -2020.
Haldinn 6. nóvember í Kaffi Sumarlína á Fáskrúðsfirði.
- Um skipulag fundar sáu þær: Björg Þorvaldsdóttir, Petra Jóhanna Vignisdóttir og Jórunn Sigurbjörnsdóttir.
- Mættar: Björg Þorvaldsdóttir, Petra Jóhanna Vignisdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Ruth Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og gestir á fundinum voru þær: Sigrún Birna Björnsdóttir Fræðslustjóri Alcoa og Svandís Egilsdóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.
- Björg setti fundinn og bauð konur velkomnar. Petra kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og Björg las markmið félagsins.
- Guðrún sagði frá því að félagskort er ekki lengur gefin ú ten þau eru aðgengileg á netinu. Gjaldkeri hefur upplýsingar um númer félagskvenna.
- Keyptar voru þrjár silki rósir sem hægt verður að nota aftur á fundum. Ekki var hægt að fá blóm handa gestum og því spurning hvort kaupa eigi fleiri silkirósir til að gefa gestum? Ákvörðun ekki tekin.
- Gestur fundar og fyrirlesari var Sigrún Birna Björnsdóttir, fræðslustjóri hjá Alcoa, Reyðarfirði. Sigrún er með MBA í íslensku og grunnskólakennara réttindi. Hún kynnti fyrir okkur hvað fellur undir starf fræðslustjóra hjá fyrirtækinu. Hún sagði m.a frá Stóriðjuskólanum og að ánægjulegt væri að segja frá því að í skólann koma nemendur sem hafa flosnað upp úr námi í grunn- eða framhaldsskóla en eru síðan að blómstra í Stóriðjuskólanum. Sigrún er einnig markþjálfi og hefur sú menntun komið að góðum notum í hennar starfi. Umræður voru um störf í álverinu og eins kynningu á störfum fyrir grunnskólanema og hvernig væri besta að kynna iðngreinar án þess að fyrirtækið væri þar í forsvari og var í því sambandi bent á Austurbrú eða Verkmenntaskóla Austurlands.
- Björg Þorvaldsdóttir var með orð til umhugsunar sem hún nefnir; Hvert stefnir íslenska. Verum vakandi – Samkeppni við hin ýmsu áreiti og áhrifavaldar. Björg fjallaði um mikilvægi þess að styðja við foreldra og vekja þá til umhugsunar um mikilvægi lesturs og að snjalltæki koma ekki í stað bókalesturs. Mikil umræða var um stöðu íslenskunnar og vangaveltur um það hvort að við erum orðin sofandi gagnvart ensku málumhverfi. Góðar umræður um snjalltæki bæði kosti þeirra og galla. Því það er ljóst að þessi tæki eru komin til með að vera og við þurfum að læra að umgangast þau. Hugmynd um að jafnvel mætti koma upp bókakassa í verslunum þar sem bæði mætti gefa og taka bækur með sér heim. Upplagt fyrir yngstu kynslóðina að skoða bækur á meðan verslað er.
- Petra slökkti á kertunum þremur og Björg sleit fundi kl. 18:40. Boðið var upp á pasta og salat.
Ritari
Guðrún Ásgeirsdóttir
Síðast uppfært 08. des 2019