1. mars 2018

4. fundur Zeta deildar DKG veturinn 2017-2018 var haldinn þann 1. mars á Hótel Eskifirði.

Í umsjá Halldóru, Guðrúnar Ásg. og Bjargar.

Mættar: Helga St., Harpa, Jórunn, Steinunn, Sigga Dís, Guðrún, Björg og Halldóra. Einnig voru mættar fimm nýjar konur sem ætla að ganga í félagið, þær: Brynja Garðarsdóttir, Guðmunda Vala Jónsdóttir, Margrét Björk Björgvinsdóttir, Petra Vignisdóttir og Marta Wium Hermannsdóttir

Helga setti fundinn og bauð konur velkomnar, það væri sérstaklega ánægjulegt að fá fimm nýjar konur í félagið okkar.

Guðrún Ásg. kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.  

Hún flutti einnig orð til umhugsunar. Þar sagði hún frá námi sínu í HÍ sem hún stundar í vetur í árs námsleyfi frá kennslu í Nesskóla. M.a. kom fram að námskeiðin fjalla um velferð nemenda,   borgaravitund og sýn ungmenna á samfélagið. Hún tók einnig silfursmíði í HÍ og enskunám á Möltu. Þá ræddi hún um orðið „seigla“ og hvað það merkir. Hún benti einnig á bókina „að sitja fíl“ e. Jan Morris í þýðingu Erlu Kristjánsdóttur. Um það hvernig hugurinn getur bæði verið vinur okkar og óvinur.

Inntaka nýrra félaga. Helga Steinsson ásamt Björgu og Halldóru sáu um athöfnina sem var samvæmt hefðinni, formföst og hátíðleg.

Helga ræddi einnig um félagsskapinn, fundafyrirkomulag o.fl. nýju konunum til fróðleiks.

Þá var rætt um vorþing DKG sem haldið verður á Egilsstöðum 5. maí í okkar umsjá. Það styttist í skráningu og hvatti Helga konur til að mæta vel. Þingið verður haldið í Egilsstaðaskóla og kvöldverður verður á Gistihúsinu Egilsstöðum. Þar er einnig gistiaðstaða fyrir þinggesti. Dagskráin er tilbúin og er mjög fjölbreytt. Þingið er opið öllum konum sem áhuga hafa.

Aðalfundur Zeta deilda verður síðan í maí að loknu vorþingi, þar sem fram fara stjórnarskipti.

Þá var fundi slitið og  við skoðuðum hótelið undir leiðsögn hótelhaldara. Að því loknu var boðið upp á kjötsúpu að hætti hótelsins sem var gerð góð skil.

                                                                                                         Halldóra Baldursdóttir,  ritari.


Síðast uppfært 12. apr 2018