26. október 2016
2. fundur Zeta deildar DKG haldinn á Café Nilsen á Egilsstöðum 26.10.16.
Mættar voru: Steinunn, Sigga Dís, Björg, Jórunn, Helga G., Hrefna, Kristín, Guðrún Ásg., Halldóra og Ruth.
Á meðan fundurinn stóð snæddum við ljúffengan matJ
Guðrún Ásgeirsd. bauð konur velkomnar í fjarveru formannsins sem hafði boðað forföll. Hún bað Kristínu að kveikja á kertunum þremur og fór síðan yfir dagskrá fundarins.
Orð til umhugsunar: Kristín Hlíðkvist flutti þau og sagði frá aðdraganda að kvennafrídegi 1975 hjá þremur konum í Búðardal, sem tóku þá góðu ákvörðun að fara til Reykjavíkur og taka þátt í útifundi þar. Rætt var um mikilvægi samstöðu kvenna og að gera þurfi hana sýnilega.
Guðrún sagði frá vefsíðunni okkar og breytingum á henni. Vorráðstefnunni á Akureyri 5-6 mai 2017. Halldóra hefur pantað sumarhús KÍ á Akureyri til afnota þessa helgi
Halldóra las fundargerð síðasta fundar.
Guðrún afhenti Kristínu og Ruth rósir fyrir umsjón með fundinum.
Slökkt var á kertunum og fundi slitið.
Síðan héldum við í Sláturhúsið á Egilsstöðum þar sem Íris Sævarsdóttir tók á móti okkur og sagði okkur frá starfseminni og starfi sínu sem fræðslufulltrúi.
Halldóra Baldursdóttir
Síðast uppfært 12. maí 2017