Fundargerð 29. febrúar 2024
Bókafundur var haldinn 29.02.2024 í fundarsal Vök Bistro kl 17:00. Mætta voru Halldóra, Hrefna, Jórunn, Rut og Sigríður. Rut setti fundinn. Fundurinn byrjaði á spjalli um farsældarlögin og skipst var á hugmyndum hvernig þau gætu komið til með að hafa áhrif á opinbera þjónustu. Þá var næst komið að bókakynningum. Halldóra reið á vaðið og kynnti skáldsöguna Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Hún mælir með lestri bókarinnar, sagan sé full af tilfinningum og fjölskyldusaga. Næst kynnti Jórunn glæpasögur eftir rithöfundinn Jónínu Leósdóttur sem eru hefndarsögur og standa sama af nokkrum bókum með söguhetju sem vinnur á sálfræðistofunni Sáló. Þá var komið að Siggu Dís með kynningu á bókinni Myndir úr hugskoti eftir Rannveigu Löve. Bókin er sjálfsævisaga og er fróðleg frásögn af litríkri ævi Rannveigar sem var m.a. kennari, sérkennari, æfingakennari, rithöfundur og var hún einnig félagi í Gamma deild DKG. Þá var komið að Rut sem kynnti klassísku skáldsöguna Buddenbrooks eftir Thomas Mann sem segir frá fjölskyldulífi fjögurra kynslóða í Þýskalandi og er mjög fróðleg lesning. Svo lét hún fylgja með kynningu á bókinni Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur sem er glæpasaga. Að lokum kynnti Hrefna bókina Ævintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur. Bókin er skáldsaga einskonar ævintýri fyrir fullorðið fólk og skrifuð í alkunnum stíl Vigdísar Grímsdóttur sem enginn getur leikið eftir. Kl 18:00 var snæddur matur og mikið spjallað.
Fundi slitið 19:00.
Hrefna Egilsdóttir
Síðast uppfært 21. mar 2024