Fundargerð 2. nóvember 2023

Fundur haldin í Hádegishöfða fimmtudaginn 2. Nóvember 2023 kl. 17:00

Fundurinn er í höndum Guðrúnar Ásgeirsdóttur, Guðmundu Völu og Sigríðar Herdísar.
Mættar eru: Ólafía, Steinunn, Helga, Halldóra, Hrefna, Guðmunda Vala, Guðrún og Sigríður Herdís. Þrír gestir eru líka til að kynna sér DKG.

Fundur settur kl. 17:00 og kveikti Sigríður Dís á kertum og las markmiðin.

Guðmunda Vala fór með okkur skoðunarferð um nýjan leikskóla sem er í senn fallegur og notalegur vinnustaður starfsfólks og nemenda. Guðmunda Vala sagði okkur stuttlega frá starfseminni en á Hádegishöfða er unnið út frá kenningum Reggio Emilo sem er uppeldisaðferð byggð á listaðferðum. Einnig eru þau að vinna með verkefnið Vinátta sem er félagsfærniverkefni til þess að koma í veg fyrir einelti.
Sigríður var líka með orð til umhugsunar. Hún sagði frá því að í hennar leikskóla er ómenntað starfsfólk sem hefur með dugnaði og elju farið að mennta sig og ræddi hún það hvaða möguleika folk hefur til menntunar án þess að hafa grunnin (stúdentspróf) Mikilvægt að huga að því að styðja ómenntað folk sem líka er þá illa launað. Í framhaldi af þessu kom fram umræða um erlent starfsfólk sem ekki hefur náð því að tala íslensku.
Guðrún sagði okkur frá nefnd sem hún og Guðmunda Vala og Sigríður Herdís sitja í eða blaða – og útgáfunefnd. Guðrún hvatti okkur til þess að koma með eitthvað frá okkur í blað sem kemur út fljótlega. Síðan var stutt kynning á starfsemi okkar og gestir hvattir til þess að skoða heimasíðu DKG. Í lok fundar fengum við bragðgóða súpu og brauð. Fundi var slitið kl. 19:00

Ólafía tók saman.

 

 


Síðast uppfært 03. nóv 2023