Fundargerð mars 2021.
Fundur í Z-deild DKG haldinn 24.03. 2021 kl. 17 í Vök á Fljótsdalshéraði.
Fundurinn var í umsjá Helgu Guðmundsdóttur, Ruthar Magnúsdóttur og Hrefnu Egilsdóttur
Mættar voru: Sigríður Herdís Pálsdóttir, Hrefna Egilsdóttir, Björg Þorvaldsdóttir, Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Brynja Garðarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Jórunn Sigurbjörnsdóttir og Ruth Magnúsdóttir.
Fundur settur, Ruth kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Hrefna las markmið félagsins. Fundargerð síðasta fundar var ekki lesin, hana vantaði í fundargerðabók. Vegna nýrra takmarkana vegna covid voru nokkrar sem afboðuðu sig og markaðist fundurinn svolítið af því.
Í matinn var blómkálssúpa og brauð.
Gestur fundarins var Íris Lind Sævarsdóttir listþerapisti og hélt hún fræðsluerindi. Íris er myndmenntakennari í grunninn með framhaldsmenntun í myndlist. „Maðurinn hefur frá örófi alda notað myndsköpun til að tjá tilveru sína.“ Hún vinnur með fólki sem líður mjög illa andlega, myndlistin getur hjálpað því að opna sig. Þetta hentar mjög mörgum t.d. fólki með fötlun, fólki með geðræn vandamál og jafnvel leikurum. Húnn vinnur að hluta með STARFA, vinnan fer fram bæði í hópum og einstaklingslega. Erindið var mjög fróðlegt og getur þessi aðferð örugglega hjálpað mörgum einstaklingum.
Helga Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar, hún talaði um styrk frá Alcoa í Bandaríkjunum sem hún og Þóroddur fræðslustjóri í Fjarðabyggð fengu. Einnig talaði hún um eigin sjálfsmynd en sú hugsun kviknaði við að hlusta á erindi Írisar. Nokkrar umræður urðu.
Ruth lauk fundi með því að slökkva á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Fundargerð ritaði Jórunn Sigurbjörnsdóttir
Síðast uppfært 20. apr 2021