Fundurargerð 28. október 2024.

Fundur í Zeta deild Delta Kappa Gamma, haldinn í Neskaupstað mánudaginn 28. október 2024.

Mættar eru: Guðrún, Björg, Steinunn, Ólafía, Ruth, Unnur, Jórunn, Sigríður, Helga Guðm., Sigurbjörg Hvönn.

Ólafía bauð fundarmenn velkomna til fundar.

Steinunn kveikti á kertum og Björg var með orð til umhugsunar.  Henni varð hugsað til orðanna að tilheyra einhverjum eða einhverju.  Minntist í orðum sínum á að í lífi tilheyrum við mörgum hópum s.s Delta Kappa Gamma og hversu mikilvægt það væri að tilheyra hópum.  Tók hún sem dæmi að móðir hennar orðin öldruð er nýflutt á nýjan stað þar sem hún hefur ekki tilheyrt áður og finnur til einmannaleika.  Margir eiga það sameiginlegt að finna til einmannaleika þegar þeim finnst þeir ekki tilheyra neinum hópum.  Björg vitnaði í ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun  Að tilheyra, hvar er staðurinn minn eftir Margréti  Birnu Kolbrúnardóttur.

Nokkrar umræður urðu eftir orð Bjargar, nefnt var að kannanir sýndu að ungt fólk og eldra fólk tali meira um einmannaleika.

Inntaka nýrra félaga var næst á dagskrá.  Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri Múlaþings var tekin inn.  Inntakan fór fram eftir leiðbeiningum um inntöku nýrra félaga.  Athöfnin var falleg og dýrmætt að fá inn góðan liðsfélaga í Sigurbjörgu Hvönn og bjóðum við henni hjartanlega velkomna í hópinn okkar.

Áður en hefðbundinn fundur hófst sýndi okkur Anna Bella Sigurðardóttir staðarhaldari nýlega uppgerð gömul sjóhús sem eru í dag veitingarstaðurinn Beituskúrinn.  Annað húsið er gamall beituskúr fyrir trillusjómenn.   Nemendur í Verkmenntaskólum hafa smíðað tengibyggingu milli húsanna sem í er eldhús aðstaða.  Á veturna er þar opið eftir þörfum og viðburðum í bænum.  Á sumrin er líflegt þegar ferðamenn heimsækja bæinn.

Við fengum góða kjúklingasúpu og brauð á fundinum, kaffi og hjónabandssælu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00
Fundargerð ritar:

Ólafía Þ. Stefánsdóttir

 

Síðast uppfært 03. nóv 2024