Vorfundur júní 2021.

Fundur í Z-deild DKG haldinn 08.06. 2021 kl. 17 í Hallormsstaðaskóla.

Fundurinn var í umsjá Guðmundu Völu Jónasdóttur, Hörpu Höskuldsdóttur, Steinunnar Aðalsteinsdóttur og Brynju Garðarsdóttur.

Mættar voru: Guðmunda Vala Jónasdóttir, Ólafía Stefánsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Hrefna Egilsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Brynja Garðarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ruth Magnúsdóttir, Helga Magnea Steinsson og Haldóra Bjarnadóttir.

  • Fundur settur: Steinunn kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Harpa las markmið félagsins. Steinunn las fundargerð síðasta fundar.
  • Gjaldkeri, Harpa Höskuldsdóttir gerði grein fyrir gjöldum félagsins, árgjaldið er 10.000 kr. og ákveðið var að hver félagskona legði að auki inn 1000 kr. Harpa lætur af störfum og við starfi gjaldkera tekur Ólafía Þórunn Stefánsdóttir.
  • Gestur fundarins var Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormstaðaskóla. Hún sagði okkur frá starfsemi skólans og þeim breytingum sem hafa orðið. Nemendur eru að koma í skólann eftir stúdentspróf, sveinspróf eða aðra sambærilega menntun og er námið við skólann einingabært í háskóla.
  • Brynja Garðarsdóttir var með orð til umhugsunar, hún talaði frá hjartanu og velti upp spurningunni um hvað það er sem hefur áhrif á val okkar á starfsvettvang? Hún sagði frá sínum ævistarfi en hún var að láta að störfum sem sem grunnskólakennari til margar ár. Hún sagði m.a. frá vettvangsnámi sem Gerður Óskarsdóttir kom á fyrir mörgum áratugum í Neskaupstað og er enn í boði fyrir 10. bekkingar þar. Þá fá nemendur að fræðast um starfsemi margra fyrirtækja og stofnana í bænum. Brynja sagðist hætta sátt við sinn starfsvettvang. Kennsla er og getur verið erfið en hún er líka gefandi.
  • Umræður/tilkynningar: Guðmunda Vala minnti félagskonur á Landssambands þingið í Reykjanesbæ í september. Hún greindi frá því að líklega væri að fækka í hópnum okkar og hugmynd að hafa opinn kynningarfund í haust til þess að fá fleiri konur í félagið. Í stjórn eru þrjár konur og rætt var að kjósa þurfi eina til var í stjórn. Harpa, sagði frá því að hún væri með gömul gögn og pappíra frá deildinni sem þarf að fara yfir.
  • Formaður þakkaði fyrir gott samstarf í vetur, bæði í raun-og net heimum.
  • Steinunn lauk fundi með því að slökkva á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Fundi slitið kl. 18:54

Fundargerð ritaði Guðrún Ásgeirsdóttir.

 


Síðast uppfært 09. jún 2021