Fundargerð 6. desember 2023
Fundargerð
Jólafundurinn var haldinn 6.12.23 á Eskifirði í umsjá Halldóru, Helgu G. og Bjargar. Mættar voru auk þeirra Steinunn, Unnur, Brynja, Guðrún Á. og Sigga Dís.
Við byrjuðum í heimsókn á vinnustofu Steinunnar Sigurðard. listakonu, sem tók á móti okkur með glæsilegum viðurgjörningi og ljúfu viðmóti. Hún sagði okkur frá sjálfri sér og við nutum frábærra verka hennar sem eru myndir, flestar málaðar með olíulitum.
Að heimsókn lokinni héldum við í Randúlfssjóhús þar sem hefðbundinn fundur fór fram.
* Halldóra setti fund, bauð konur velkomnar og kveikti á kertunum. Hún las einnig markmið DKG. Borin var fram súpa og brauð.
* Helga flutti “orð til umhugsunar”. Hún ræddi um aðventuna og undirbúning jólahalds og rifjaði upp ljúfar bernskuminningar sem sveipaðar voru kærleika og umhyggju foreldranna. Einnig ræddi hún mikilvægi tilhlökkunar og væntinga í uppeldi barna. Í lokin las hún ljóð Hákons Aðalsteinssonar um aðventuna. Í framhaldi voru umræður um stöðuna í dag og hversu langur aðdragandi jóla væri m.a. með endalausu auglýsingaflóði.
* Að lokum var kaffisopi í boði og léttar umræður um ýmis mál.
* Halldóra sleit svo fundi, slökkti á kertunum og þakkaði konum komuna.
Síðast uppfært 21. mar 2024