Fundur í Zetadeild 17. mars 2011
Fundur haldinn á Gistihúsinu Egilsstöðum kl 18:00.
Dagskrá fundarins
18:00 Inngangsorð Hrefna Egilsdóttir setti fundinn og kveikti á kertum.
Hrefna bauð Ingibjörgu Jónasdóttur landsformann sérstaklega velkomna á fundinn og kynnti síðan dagskrá fundarins. Hrefna minnti á
landssambandsþingið í vor og hvað það væri gaman ef við hefðum tök á að fjölmenna.
18:10 Orð til umhusgunar sem Guðlaug stjórnarkona flytur. Í framhaldi spunnust umræður um útikennslu í skólum landsins sem gengur hægt
að festa í sessi.
18:20 Framlag okkar á vorþing samtakanna í maí
Landssambandsþing er annað hvert ár. Verður nú haldið 7. maí í Reykjanesbæ. Í vor tekur við ný
landssambandsstjórn. Ingibjörg landssambandsformaður kynnti þingið. Það hefst með nefndarfundum 6. maí. Á laugardeginum
7. maí er svo dagskrá þar sem eru fyrirlestrar m.a. frá okkur sem er fyrirlestur Rutar Magnúsdóttur um nýsköpunarverkefnið umhverfislæsi
og staðarstolt. Dagskráin verður ákveðin nánar um helgina og kynnt á heimasíðu samtakanna eftir helgi. Ingibjörg fór yfir
aðra dagskráliði þingsins sem eru ákveðnir nú þegar. Hún hvatti félagskonur til að fjölmenna á þingið, ekki
síst til að hrista hópinn saman og hitta aðrar konur í samtökunum.
18:30 Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, kynning á "Heilsueflandi skóla"
Sigurbjörg er deildarstjóri í Egilsstaðaskóla og verkefnisstjóri verkefnisins Heilsueflandi skóli. Kynnti uppruna verkefnisins sem hófst
á Íslandi 1997. Árið 2003 tók Lýðheilsustöð verkefnið yfir. Þetta verkefni er samstarfs-verkefni ýmissa opinberra
aðila en framkvæmd í höndum Lýðheilsustöðvar. Egilsstaðaskóli byrjaði að vinna að þessu verkefni fyrir þremur
árum síðan og hafa tekið fyrir margvísleg verkefni með fjölbreyttum hætti. Nú hefur verið gefin út mappa með
heilstæðu efni fyrir skóla. Hægt er að taka fyrir hvern kafla fyrir sig eða það sem hverjum skóla hentar. Í
Egilsstaðaskóla hefur verið farin sú leið að stýrihópurinn sér um framkvæmdina að mestu leiti. Í stýrhópnum eru
heimilisfræðikennarinn, tveir íþróttakennrar og Sigurbjörg deildarstjóri sem er verkefnisstjórinn, og tveir nemendur á elsta stigi.
Kynning Sigurbjargar var mjög áhugaverð.
19:00 Kvöldverður. Borinn var fram ljúffengur matur, súpa og salat, fallega fram borið og bragðaðist ákaflega vel.
19:30 Lára Vilbergsdóttir verkefnisstjóri hefur smá pistil um Þorpið og sýninguna í Húsi handanna þar sem verið er að
sýna kollana (stóla) sem liðsmenn þorpsins hafa verið að vinna að. Þorpið er átaksverkefni í atvinnusköpun á sviði
vöruhönnunar og handverks á Austurlandi. Lára kynnti fyrir fundarkonum hugmyndina að baki þessu verkefni og markmið þess. Verkefnið er
tveggja ára átaktsverkefni og áherslan lögð á fjögur verkefni sem Lára kynnti fyrir fundarkonum. Greinilega mjög áhugavert starf
unnið í Þorpinu og Húsi handanna og kraftmikið fólk sem að því stendur.
20:15 Hrefna slökkti á kertum, sleit fundi og óskaði konum góðrar heimferðar.
Síðast uppfært 03. okt 2016