22. nóvember 2016.
3. fundur Zeta deildar DKG haldinn í Nesbæ kaffihúsi í Neskaupstað 22.11.16
Mættar voru: Steinunn, Björg, Jórunn, Helga S. Guðrún Ásg., og Halldóra . Gestur fundarins var Halla Höskuldsdóttir leikskólastjóri.
Helga Steinsson bauð konur velkomnar og bað Hildi Völu að kveikja á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu.
Hún las upp markmið félagsins, sem er æskilegt að rifja upp á hverjum fundi og hafa í huga.
Orð til umhugsunar: Hildur Vala flutti þau og ræddi um þau vandamál og áhyggjur sem við berum með okkur og hvað við getum gert í því. Hún las vers úr Hávamálum sem fjalla einnig um þetta og m.a. sjálfsgagnrýni og hve fánýtt það sé að gera sér áhyggjur. Breytum því sem við getum og höfum ekki áhyggjur af hinu. Don´t worry, be happy
Halldóra las fundargerð síðasta fundar.
Þá sköpuðust fjörugar umræður um ýmis mál, m.a. það sem fram kom í orðum Hildar Völu.
Þegar hér var komið var borinn fram matur: kjúklingasalat með brauði, kaffi og konfekt á eftir, sem bragðaðist vel.
Helga rifjaði upp fundina eftir áramótin og vorráðstefnuna.
Næsti fundur er 23.2.17 á Egilsstöðum í umsjá Siggu Dísar, Hrefnu og Hörpu.
Hún afhenti Hildi Völu og Steinunni rósir fyrir undirbúning fundarins.
Hún þakkaði konum fyrir fundinn, slökkti á kertunum og sleit fundi.
Því næst skoðuðum við nýjan og glæsilegan leikskóla í Neskaupstað, Eyrarvelli, undir leiðsögn Höllu Höskuldsdóttur, sem fékk rós í lokinJ
Halldóra Baldursdóttir
Síðast uppfært 27. nóv 2016